Íhugar málsókn vegna skipan héraðsdómara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra við skipan átta héraðsdómara, skipaði í gær átta héraðsdómara sem dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti hafði metið hæfasta. Í bréfi til dómsmálaráðherra segir settur ráðherra að vegna tímahraks og einstrengingslegrar afstöðu nefndarinnar hafi honum verið þessi kostur nauðugur. Minnst einn umsækjandi íhugar réttarstöðu sína. Alls sótti 41 um stöðurnar átta. Nefndin var fullmönnuð þann 13. október en í lögum er henni markaður sex vikna frestur til að skila umsögn sinni. Þeirri umsögn var skilað 29. desember. Settur ráðherra óskaði eftir því að nefndin útskýrði mat sitt betur þar sem hann taldi vankanta á því. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. janúar. Svarbréf nefndarinnar var sent settum ráðherra 3. janúar síðastliðinn. Undanfarna daga hefur farið fram vinna í utanríkisráðuneytinu um hvort rétt væri að hvika frá niðurstöðu nefndarinnar og leggjast þá í sérstaka rannsókn á hæfi umsækjenda. „Í þessari þröngu stöðu, vegna þess tímahraks sem dómnefndin setti settan ráðherra í, og vegna hinnar einstrengingslegu afstöðu dómnefndar sem birtist í svarbréfi hennar, átti settur ráðherra ekki annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta, þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ segir í bréfi setts ráðherra til dómsmálaráðherra í tilefni af skipuninni. Í niðurlagi bréfsins leggur settur ráðherra til breytingar á reglum um skipan dómara. Meðal annars verði frestur ráðherra til rannsóknar aukinn og að fulltrúar almennings muni eiga sæti í nefndinni. „Ég hef ráðið mér lögmann og er að fara yfir stöðuna með tilliti til málshöfðunar. Ég tel að nefndin hafi gert á minn hlut og að miski minn sé mikill,“ segir Jónas Jóhannsson lögmaður. Jónas hefur hátt í tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari en var ekki metinn hæfastur í þeim þætti sem laut að dómarareynslu. Verði af málshöfðun Jónasar ber honum að stefna settum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á skipun dómaranna. „Það er auðvitað vert að velta upp þeirri spurningu hvort það sé virkilega það sem við viljum, að til séu sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem bera enga ábyrgð á verkum sínum,“ segir Jónas.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00 Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Setja út á ósamræmi í mati dómaranefndar Hluti umsækjenda um lausar stöður við héraðsdómstóla landsins segir að sums staðar í mati hæfnisnefndar virðist sem hífa hafi átt umsækjendur upp á kostnað annarra. Unnið er af kappi að málinu í ráðuneyti setts dómsmálaráðherra. 4. janúar 2018 05:00
Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt. 9. janúar 2018 15:51