Deilan um vinnubúðir álversins fer fyrir dóm Haraldur Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Vinnubúðirnar á Reyðarfirði voru tvö þúsund manna þorp. Fréttablaðið/Vilhelm Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira