N-kóreskir íþróttamenn á vetrarólympíuleikana Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sendinefnd N-Kóreu heldur hér til fundar við S-Kóreumenn í gær í landamærabænum Panmun. vísir/epa Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira