Gylfi segist ekkert hafa að óttast Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2018 16:30 Báðir verkalýðsforingjarnir fagna auknu framboði af fólki sem vill leggja sitt af mörkum í verkalýðshreyfingunni. Mynd/samsett Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“ Kjaramál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“
Kjaramál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent