Útilokar ekki að fara aftur á topp Everest: "Eitthvað á þessu svæði sem togar rosalega sterkt í mann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. janúar 2018 12:00 Vilborg Arna Gissurardóttir þurfti að horfast í ótta sinn eftir áföll á Everest og komst svo á toppinn á síðasta ári. Úr einkasafni Vilborg Arna Gissurardóttir hélt fyrirlestur á ráðstefnunni Bara það besta 2018, sem fór fram í Bíó Paradís í gær. Þar sýndi hún hvað það er mikilvægt að missa ekki sjónar á markmiði sínu og gefast aldrei upp, taka bara nokkur skref í einu í rétta átt. „Það er enginn rauður dregill alla leið og oftast bíður enginn með rauða rós við endamarkið. Þetta er vinna frá morgni til kvölds,“ sagði Vilborg um markmið á fyrirlestrinum. Fyrir Vilborgu var markmiðið hæsta fjall í heimi en hjá öðrum er fjallið meira líking fyrir verkefnið sem það þarf að leysa. En sama hvort markmiðið virðist vera að komast upp á einhvers konar fjall eða það er að bókstaflega toppa Everest, þá ættu flestir að geta lært mikið af vegferð Vilborgar og hvernig hún náði sínu markmiði þrátt fyrir margar hindranir á leiðinni.Slokknaði á ástríðubálinu eftir fyrstu tvær tilraunirnar„Þessi vegferð var langt frá því að vera áfallalaus eða auðveld,“ segir Vilborg í samtali við Vísi um Everest ævintýrið sitt. Hún sagði sína ferðasögu á námskeiðinu og gaf öðrum góð ráð. „Ég fór fyrst að hugsa um þetta árið 2002 og fór í fyrsta skipti 2014 og svo aftur 2015. Bæði skiptin upplifi ég þessi stóru slys.“ Vilborg Arna sýndi á fyrirlestrinum myndir og myndbönd af eyðileggingunni eftir náttúruhamfarirnar í þeim ferðum átakanlegt myndband af því þegar hún reyndi að tala við fjölskyldu sína í myndsímtali eftir hamfarirnar. Hún kom ekki upp einu orði, bara hágrét. „Þetta er eins og þú sért með einhverskonar ástríðubál innra með þér, og þá kemur einhver með fötu af ísköldu vatni og slekkur í.“ Þessar hamfarir áttu eftir að hafa mikil áhrif á Vilborgu og um tíma leit út fyrir að hún myndi ekki reyna aftur að komast á topp Everest. „Ég ætlaði aldrei að klifra aftur,“ segir Vilborg að hún hafi hugsað eftir að hún kom heim eftir sína aðra tilraun. Hún vann þó úr áföllunum og löngunina og neistann aftur, ári síðar.Vann úr áföllunum með sálfræðingi„Ég fékk hjálp og gerði þetta mjög markvisst,“ segir Vilborg en hún vann bæði með sálfræðingi og sjúkraþjálfara. Hún reyndi ekki að byrgja tilfinningar sínar inni og hjálpaði það henni mjög mikið. Hún ákvað svo að heimsækja Nepal til þess að fara aftur í grunnbúðirnar og horfast í augu við óttann, áður en hún gerði aðra tilraun til þess að fara á toppinn. „Ég fór í lokunarferð. Það var einu og hálfu ári eftir slysið og hálfu ári áður en ég fór í leiðangurinn.“ Þar náði hún að loka þessum erfiða kafla og undirbúa sig andlega fyrir sína þriðju tilraun. Þetta var mjög mikilvægt skref. Vilborg fór þriðju tilrauninni í tveggja manna teymi, með sjerpanum Tenjee. Hún var því ein um alla ákvörðunartöku og segir að því fylgi líka mikil ábyrgð. Til dæmis ákvað hún að bíða í sólarhring með að fara af stað þar sem vindarnir voru sterkir nóttina sem hún ætlaði á toppinn, þrátt fyrir að eiga ekki nægilega mikið súrefni til að bíða. Veðrið var aðeins skárra þá. „Ég þurfti að borga margfalt verð fyrir súrefnið þarna uppi.“ Vilborg komst svo loksins á toppinn þann 21.maí árið 2017, sjöundi Íslendingurinn til að ná því afreki og var fyrsta íslenska konan til þess að ná á topp Everest.„Ég ætlaði aldrei að klifra aftur,“ segir Vilborg um líðan sína eftir tvær misheppnaðar tilraunir til þess að komast á topp Everest.Úr einkasafniGæti reynt aftur við toppinn„Jájá, alveg þessvegna“ svarar Vilborg aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að fara aftur á topp Everest. Það er þó ekki alls ekki komið á dagskrána hjá henni. „Mér finnst ótrúlega gaman í Himalaya og fer oft þangað, fer næst í haust.“ Vilborg fer í september með hóp í grunnbúðir Everest og á fjall sem heitir Island Peak. „Það er eitthvað á þessu svæði sem togar rosalega sterkt í mann. Það er samblanda af fólki, menningu, fjöllum. Þetta er svæði sem manni líður vel á. Fólkið er alveg einstakt. Búddisminn skín í gegn og góðvild og velvild.“ Hún rekur ferðaskrifstofu í dag og skipuleggur ferðir með hópa og hjálpar þannig öðrum að skora á sig og toppa fjöll. „Ég er að vinna í allskonar markmiðum núna þó að það séu ekki endilega einhver stór fjöll. og er svolítið að vinna í mínu eigin fyrirtæki deila útivist og upplifun með öðrum, bæði hérna á Íslandi, í Nepal og á Grænlandi og víðar. Svo er ég líka að vinna i allskonar hlutum sem mig hefur langað til að gera síðustu ár en ekki haft tækifæri til af því að ég hef ekki verið heima.“Maður má ekki gefast uppVilborg Arna segist þakklát fyrr að hafa fengið að klára þetta verkefni, sem var bæði andlega og líkamlega erfitt ferðalag. Hún hafði hugsað um Everest nánast hálfa ævina. „Það hefði verið miklu erfiðara fyrir mig að klára það ekki, að eiga þetta eftir óklárað. Það hefði verið erfiðara að eiga bara að mestu leyti erfiðar minningar frá þessu svæði, núna á maður líka hitt.“ Vilborg telur að allir geti tengt við sína sögu og heimfært yfir á eigin markmið. „Ef manni langar eitthvað raunverulega, alveg dýpst úr hjartanu, þá finnur maður einhvern vegin leið til að ná því,“ segir Vilborg og er á þeirri skoðun að annars finni fólk bara afsökunina. „Maður má ekki gefast upp. Þetta getur tekið þig fimm mínútur og þetta getur tekið þig fimm ár.“ Heilsa Nepal Tengdar fréttir Guðni sendir Vilborgu Örnu hamingjuóskir: „Staðfesta hennar og kraftur geti orðið öðrum fyrirmynd“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag hamingjuóskir til Vilborgar Örnu Gissurardóttir sem náð hefur því takmarki að klífa hæsta tind heims á Everestfjalli fyrst íslenskra kvenna. 22. maí 2017 10:02 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn "Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna. 23. maí 2017 15:40 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir hélt fyrirlestur á ráðstefnunni Bara það besta 2018, sem fór fram í Bíó Paradís í gær. Þar sýndi hún hvað það er mikilvægt að missa ekki sjónar á markmiði sínu og gefast aldrei upp, taka bara nokkur skref í einu í rétta átt. „Það er enginn rauður dregill alla leið og oftast bíður enginn með rauða rós við endamarkið. Þetta er vinna frá morgni til kvölds,“ sagði Vilborg um markmið á fyrirlestrinum. Fyrir Vilborgu var markmiðið hæsta fjall í heimi en hjá öðrum er fjallið meira líking fyrir verkefnið sem það þarf að leysa. En sama hvort markmiðið virðist vera að komast upp á einhvers konar fjall eða það er að bókstaflega toppa Everest, þá ættu flestir að geta lært mikið af vegferð Vilborgar og hvernig hún náði sínu markmiði þrátt fyrir margar hindranir á leiðinni.Slokknaði á ástríðubálinu eftir fyrstu tvær tilraunirnar„Þessi vegferð var langt frá því að vera áfallalaus eða auðveld,“ segir Vilborg í samtali við Vísi um Everest ævintýrið sitt. Hún sagði sína ferðasögu á námskeiðinu og gaf öðrum góð ráð. „Ég fór fyrst að hugsa um þetta árið 2002 og fór í fyrsta skipti 2014 og svo aftur 2015. Bæði skiptin upplifi ég þessi stóru slys.“ Vilborg Arna sýndi á fyrirlestrinum myndir og myndbönd af eyðileggingunni eftir náttúruhamfarirnar í þeim ferðum átakanlegt myndband af því þegar hún reyndi að tala við fjölskyldu sína í myndsímtali eftir hamfarirnar. Hún kom ekki upp einu orði, bara hágrét. „Þetta er eins og þú sért með einhverskonar ástríðubál innra með þér, og þá kemur einhver með fötu af ísköldu vatni og slekkur í.“ Þessar hamfarir áttu eftir að hafa mikil áhrif á Vilborgu og um tíma leit út fyrir að hún myndi ekki reyna aftur að komast á topp Everest. „Ég ætlaði aldrei að klifra aftur,“ segir Vilborg að hún hafi hugsað eftir að hún kom heim eftir sína aðra tilraun. Hún vann þó úr áföllunum og löngunina og neistann aftur, ári síðar.Vann úr áföllunum með sálfræðingi„Ég fékk hjálp og gerði þetta mjög markvisst,“ segir Vilborg en hún vann bæði með sálfræðingi og sjúkraþjálfara. Hún reyndi ekki að byrgja tilfinningar sínar inni og hjálpaði það henni mjög mikið. Hún ákvað svo að heimsækja Nepal til þess að fara aftur í grunnbúðirnar og horfast í augu við óttann, áður en hún gerði aðra tilraun til þess að fara á toppinn. „Ég fór í lokunarferð. Það var einu og hálfu ári eftir slysið og hálfu ári áður en ég fór í leiðangurinn.“ Þar náði hún að loka þessum erfiða kafla og undirbúa sig andlega fyrir sína þriðju tilraun. Þetta var mjög mikilvægt skref. Vilborg fór þriðju tilrauninni í tveggja manna teymi, með sjerpanum Tenjee. Hún var því ein um alla ákvörðunartöku og segir að því fylgi líka mikil ábyrgð. Til dæmis ákvað hún að bíða í sólarhring með að fara af stað þar sem vindarnir voru sterkir nóttina sem hún ætlaði á toppinn, þrátt fyrir að eiga ekki nægilega mikið súrefni til að bíða. Veðrið var aðeins skárra þá. „Ég þurfti að borga margfalt verð fyrir súrefnið þarna uppi.“ Vilborg komst svo loksins á toppinn þann 21.maí árið 2017, sjöundi Íslendingurinn til að ná því afreki og var fyrsta íslenska konan til þess að ná á topp Everest.„Ég ætlaði aldrei að klifra aftur,“ segir Vilborg um líðan sína eftir tvær misheppnaðar tilraunir til þess að komast á topp Everest.Úr einkasafniGæti reynt aftur við toppinn„Jájá, alveg þessvegna“ svarar Vilborg aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að fara aftur á topp Everest. Það er þó ekki alls ekki komið á dagskrána hjá henni. „Mér finnst ótrúlega gaman í Himalaya og fer oft þangað, fer næst í haust.“ Vilborg fer í september með hóp í grunnbúðir Everest og á fjall sem heitir Island Peak. „Það er eitthvað á þessu svæði sem togar rosalega sterkt í mann. Það er samblanda af fólki, menningu, fjöllum. Þetta er svæði sem manni líður vel á. Fólkið er alveg einstakt. Búddisminn skín í gegn og góðvild og velvild.“ Hún rekur ferðaskrifstofu í dag og skipuleggur ferðir með hópa og hjálpar þannig öðrum að skora á sig og toppa fjöll. „Ég er að vinna í allskonar markmiðum núna þó að það séu ekki endilega einhver stór fjöll. og er svolítið að vinna í mínu eigin fyrirtæki deila útivist og upplifun með öðrum, bæði hérna á Íslandi, í Nepal og á Grænlandi og víðar. Svo er ég líka að vinna i allskonar hlutum sem mig hefur langað til að gera síðustu ár en ekki haft tækifæri til af því að ég hef ekki verið heima.“Maður má ekki gefast uppVilborg Arna segist þakklát fyrr að hafa fengið að klára þetta verkefni, sem var bæði andlega og líkamlega erfitt ferðalag. Hún hafði hugsað um Everest nánast hálfa ævina. „Það hefði verið miklu erfiðara fyrir mig að klára það ekki, að eiga þetta eftir óklárað. Það hefði verið erfiðara að eiga bara að mestu leyti erfiðar minningar frá þessu svæði, núna á maður líka hitt.“ Vilborg telur að allir geti tengt við sína sögu og heimfært yfir á eigin markmið. „Ef manni langar eitthvað raunverulega, alveg dýpst úr hjartanu, þá finnur maður einhvern vegin leið til að ná því,“ segir Vilborg og er á þeirri skoðun að annars finni fólk bara afsökunina. „Maður má ekki gefast upp. Þetta getur tekið þig fimm mínútur og þetta getur tekið þig fimm ár.“
Heilsa Nepal Tengdar fréttir Guðni sendir Vilborgu Örnu hamingjuóskir: „Staðfesta hennar og kraftur geti orðið öðrum fyrirmynd“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag hamingjuóskir til Vilborgar Örnu Gissurardóttir sem náð hefur því takmarki að klífa hæsta tind heims á Everestfjalli fyrst íslenskra kvenna. 22. maí 2017 10:02 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn "Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna. 23. maí 2017 15:40 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Guðni sendir Vilborgu Örnu hamingjuóskir: „Staðfesta hennar og kraftur geti orðið öðrum fyrirmynd“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag hamingjuóskir til Vilborgar Örnu Gissurardóttir sem náð hefur því takmarki að klífa hæsta tind heims á Everestfjalli fyrst íslenskra kvenna. 22. maí 2017 10:02
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: „Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn "Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna. 23. maí 2017 15:40