Stjórn KSÍ leggur til að fara skosku leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 19:00 Íslenska landsliðið fagnar marki. Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hvaða tillögur verða teknar fyrir á 72. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 10. febrúar næstkomandi. Reynir Sandgerði leggur meðal annars til að liðum í 3. deildinni verði fjölgað úr tíu í tólf lið og þá leggur ÍBV til breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Eyjamenn vilja koma því inn að leikmaður haldi sínum kröfurétti nema félagið geti sýnt með sannarlegum hætti að staðið hafi verið alla hliðar samningsins. Stjórn KSÍ leggur einnig fram heildarbreytingu á lögum KSÍ en ársþing KSÍ 2017 samþykkti að fela stjórn KSÍ að skipa fimm fulltrúa í starfshóp, sem fari yfir og endurskoði ákvæði laga KSÍ. Niðurstöður hópsins eru nú lagðar fyrir þingið. Stærsta breytingin er að kjörtímabil formmans er lengt úr tveimur árum í þrjú og að hann geti bara setið samfleytt sem formaður í þrjú kjörtímabil ef hann er kosinn til þess. Síðast en ekki síst er önnur tillaga frá stjórn KSÍ um að ársþing KSÍ 2018 samþykki að stjórn KSÍ skori á íslensk stjórnvöld að fara „skosku leiðina“. Skoska leiðin eða Air Discount Scheme (ADS) var sett á fót af skoskum stjórnvöldum árið 2005. Markmiðið hennar er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betri aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í þessu tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS. Takist vel til gæti þessi leið reynst afar kærkomin fyrir félög á landsbyggðinni.Hér má sjá tillögur og dagskrá 72. ársþings KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hvaða tillögur verða teknar fyrir á 72. ársþingi KSÍ sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 10. febrúar næstkomandi. Reynir Sandgerði leggur meðal annars til að liðum í 3. deildinni verði fjölgað úr tíu í tólf lið og þá leggur ÍBV til breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Eyjamenn vilja koma því inn að leikmaður haldi sínum kröfurétti nema félagið geti sýnt með sannarlegum hætti að staðið hafi verið alla hliðar samningsins. Stjórn KSÍ leggur einnig fram heildarbreytingu á lögum KSÍ en ársþing KSÍ 2017 samþykkti að fela stjórn KSÍ að skipa fimm fulltrúa í starfshóp, sem fari yfir og endurskoði ákvæði laga KSÍ. Niðurstöður hópsins eru nú lagðar fyrir þingið. Stærsta breytingin er að kjörtímabil formmans er lengt úr tveimur árum í þrjú og að hann geti bara setið samfleytt sem formaður í þrjú kjörtímabil ef hann er kosinn til þess. Síðast en ekki síst er önnur tillaga frá stjórn KSÍ um að ársþing KSÍ 2018 samþykki að stjórn KSÍ skori á íslensk stjórnvöld að fara „skosku leiðina“. Skoska leiðin eða Air Discount Scheme (ADS) var sett á fót af skoskum stjórnvöldum árið 2005. Markmiðið hennar er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betri aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í þessu tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS. Takist vel til gæti þessi leið reynst afar kærkomin fyrir félög á landsbyggðinni.Hér má sjá tillögur og dagskrá 72. ársþings KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira