Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2018 06:00 Silja Dögg Andradóttir hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Breiðholtsskóla. vísir/ernir „Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
„Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira