Illgresi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2018 07:00 Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa. Þeir sem tala fyrir kannabis hafa gjarnan á orði að kannabis gagnist í lækningaskyni. En læknar hafa ekki verið að sækjast eftir lögleiðingu þar sem mikil hætta er á misnotkun. Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur séu ungmenni sem sækjast eftir að komast i vímu en ekki sjúklingar sem vilja lina þjáningar eins og oft er haldið fram. Umrætt frumvarp mun vera byggt á skýrslu á vegum Transform hugveitunnar en á bak við hana er Bretinn Danny Kushlick, sem hefur barist í rúm tuttugu ár fyrir því að lögleiða kannabis. Hvorki hann né annar í hans teymi hefur bakgrunn í heilbrigðisvísindum og þegar gluggað er í skýrsluna skín í gegn vanþekking á stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Hvergi kemur fram hvaða áhrif kannabis hefur á heilsu neytenda. Af þeim fjölmörgum efnum sem finnast í kannabisplöntunni hefur TetraHydroCannabinol (THC) fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum. THC hefur víðtæk áhrif á heilann. Undir áhrifum er fólk líklegra til að lenda í umferðarslysum og við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind og getu til að tileinka sé nýja þekkingu. Börn mæðra sem neyta þess á meðgöngu eru í aukinni hættu á þroskaskerðingu og sýnt hefur verið fram á að kannabis eykur líkur á geðklofa, sjálfsvígum, kvíða og þunglyndi, svo eitthvað sé nefnt. Með lögleiðingu kannabis mun neysla þess aukast og það mun svo auka neyslu annarra fíkniefna – eins og margar rannsóknir sýna. Það getur ekki talist framfaraspor að sá illgresi í jarðveginn þar sem ungmenni okkar eiga að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun
Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa. Þeir sem tala fyrir kannabis hafa gjarnan á orði að kannabis gagnist í lækningaskyni. En læknar hafa ekki verið að sækjast eftir lögleiðingu þar sem mikil hætta er á misnotkun. Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur séu ungmenni sem sækjast eftir að komast i vímu en ekki sjúklingar sem vilja lina þjáningar eins og oft er haldið fram. Umrætt frumvarp mun vera byggt á skýrslu á vegum Transform hugveitunnar en á bak við hana er Bretinn Danny Kushlick, sem hefur barist í rúm tuttugu ár fyrir því að lögleiða kannabis. Hvorki hann né annar í hans teymi hefur bakgrunn í heilbrigðisvísindum og þegar gluggað er í skýrsluna skín í gegn vanþekking á stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Hvergi kemur fram hvaða áhrif kannabis hefur á heilsu neytenda. Af þeim fjölmörgum efnum sem finnast í kannabisplöntunni hefur TetraHydroCannabinol (THC) fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum. THC hefur víðtæk áhrif á heilann. Undir áhrifum er fólk líklegra til að lenda í umferðarslysum og við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind og getu til að tileinka sé nýja þekkingu. Börn mæðra sem neyta þess á meðgöngu eru í aukinni hættu á þroskaskerðingu og sýnt hefur verið fram á að kannabis eykur líkur á geðklofa, sjálfsvígum, kvíða og þunglyndi, svo eitthvað sé nefnt. Með lögleiðingu kannabis mun neysla þess aukast og það mun svo auka neyslu annarra fíkniefna – eins og margar rannsóknir sýna. Það getur ekki talist framfaraspor að sá illgresi í jarðveginn þar sem ungmenni okkar eiga að vaxa og dafna.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun