Hlýnun ógnar Þingvallasilungi Baldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Hilmar Malmquist líffræðingur kynnir niðurstöður sínar í HÍ síðdegis. vísir/arnþór „Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
„Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira