Hlýnun ógnar Þingvallasilungi Baldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Hilmar Malmquist líffræðingur kynnir niðurstöður sínar í HÍ síðdegis. vísir/arnþór „Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
„Við óttumst að þetta geti haft ófyrirséðar afleiðingar,“ segir líffræðingurinn Hilmar J. Malmquist um breytingar á lífríki Þingvallavatns. Stofnar tveggja kísilþörunga, undirstöðu lífríkisins í Þingvallavatni, hrundu árið 2016 en fundust aftur í fyrra. Skýringin er líklega sú að vatnið hlýnaði um 0,2 gráður á áratug frá miðjum níunda áratugnum. Mest er hlýnunin yfir sumarið. Í júní, júlí og ágúst hefur hitinn hækkað um 1,3 til 1,6 gráður borið saman við meðaltal áranna 1962 til 2016. Haustin og fram í janúar eru líka umtalsvert hlýrri nú en þá. Níu tíundu hlutar af vatnsbúskap Þingvallavatns rekur rætur til vatnsuppspretta. Það vatn er þriggja til fjögurra gráðu heitt. Þrátt fyrir þessar miklu uppsprettur hefur Þingvallavatn hlýnað marktækt á 30 til 35 árum. Yfirborðið hefur hlýnað meira en neðri lögin. Hilmar segir það rakið til hnattrænnar hlýnunar. Sambærilegar breytingar hafa orðið í öðrum vötnum á norðlægum slóðum. Fordæmalaus breyting varð í Þingvallavatni 2016 er stofnar tveggja helstu kísilþörunga í vatninu hurfu. „Menn vita ekki til breytinga af þessu tagi áður,“ segir Hilmar. Þörungarnir fundust í fyrstu rannsóknum á vatninu fyrir tæplega 120 árum. Hilmar segir hlýnun stöðuvatna hafa áhrif á fiskistofna. Hún hafi bein áhrif á grunn fæðukeðjunnar. „Við sjáum þess ekki merki á fiskinum í Þingvallavatni. En það má búast við, ef þessir tveir kísilþörungar hrynja og aðrir taka við, að það geti haft áhrif upp í gegn um fæðukeðjuna.“ Þá segir Hilmar óvíst að krabbadýrin – sem murtan, það bleikjuafbrigði sem langmest er af í vatninu, éti - geti étið þá þörunga. „Þá hrynur fæðuframboð fyrir murtuna.“ Hilmar kveðst síður eiga von á að áhrif á fiska komi jafn sterkt fram í Þingvallavatni og í grynnri vötnum á borð við Elliðavatn. Hann flytur í dag erindi hjá Háskóla Íslands um rannsóknir sínar. „Það eru blikur á lofti og eitt og annað sem blasir við,“ segir Hilmar um framtíð Þingvallavatns.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira