Ríkislögreglustjóri Hondúras sakaður um aðild að fíkniefnasmygli Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 09:39 Omar Rivera, formaður nefndar sem hefur unnið að því að uppræta spillingu innan ríkislögreglu Hondúras, segir að Aguilar verði rannsakaður. Vísir/AFP Nýskipaður ríkislögreglustjóri Hondúras hjálpað forsprökkum fíkniefnasmyglhrings að flytja nærri því tonn af kókaíni árið 2013 samkvæmt öryggisskýrslu ríkisstjórnar landsins. AP-fréttastofan segir að spilltir lögreglumenn hafi fylgt sendingunni heim til dæmds fíkniefnasmyglara. José David Aguilar Morán tók við embættinu í síðustu viku og lofaði að halda áfram að vinna bug á spillingu og samkurli við fíkniefnasmyglhringi. Í frétt AP kemur fram að Aguilar hafi verið yfirmaður leyniþjónustu ríkislögreglunnar þegar hann tók þátt í smyglinu. Hann hafi gripið inn í þegar lögreglumaður var stöðvaður með sendinguna sem var flutt í tankbíl. Skipaði Augilar lægra settum lögreglumanni að sleppa þeim sem hafði verið stöðvaður og skila sendingunni. Innri eftiritsmaður öryggismálaráðuneytis landsins vann skýrsluna sem AP vitnar í. Götuverðmæti efnanna er talið meira en tuttugu milljónir dollara. Yfirmaður sérstakrar nefndar sem hefur rekið fleiri en fjögur þúsund starfsmenn ríkislögreglunnar hélt blaðamannafund í gær þar sem hann neitaði því að ríkislögreglan hefði upplýsingar um skýrsluna sem AP hefur undir höndum. Aguilar yrði hins vegar tekinn til skoðunar aftur. Ríkisstjórn Hondúras fullyrðir að skýrslan sé fölsuð. Hún beri fullt traust til Aguilar og að ríkislögreglan verði fyrirmynd annarra í heimshlutanum. Hondúras Mið-Ameríka Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Nýskipaður ríkislögreglustjóri Hondúras hjálpað forsprökkum fíkniefnasmyglhrings að flytja nærri því tonn af kókaíni árið 2013 samkvæmt öryggisskýrslu ríkisstjórnar landsins. AP-fréttastofan segir að spilltir lögreglumenn hafi fylgt sendingunni heim til dæmds fíkniefnasmyglara. José David Aguilar Morán tók við embættinu í síðustu viku og lofaði að halda áfram að vinna bug á spillingu og samkurli við fíkniefnasmyglhringi. Í frétt AP kemur fram að Aguilar hafi verið yfirmaður leyniþjónustu ríkislögreglunnar þegar hann tók þátt í smyglinu. Hann hafi gripið inn í þegar lögreglumaður var stöðvaður með sendinguna sem var flutt í tankbíl. Skipaði Augilar lægra settum lögreglumanni að sleppa þeim sem hafði verið stöðvaður og skila sendingunni. Innri eftiritsmaður öryggismálaráðuneytis landsins vann skýrsluna sem AP vitnar í. Götuverðmæti efnanna er talið meira en tuttugu milljónir dollara. Yfirmaður sérstakrar nefndar sem hefur rekið fleiri en fjögur þúsund starfsmenn ríkislögreglunnar hélt blaðamannafund í gær þar sem hann neitaði því að ríkislögreglan hefði upplýsingar um skýrsluna sem AP hefur undir höndum. Aguilar yrði hins vegar tekinn til skoðunar aftur. Ríkisstjórn Hondúras fullyrðir að skýrslan sé fölsuð. Hún beri fullt traust til Aguilar og að ríkislögreglan verði fyrirmynd annarra í heimshlutanum.
Hondúras Mið-Ameríka Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira