Aukið flug kallar á uppbyggingu Akureyrarflugvallar Sveinn Arnarsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Að mati Sigurðar Inga þarf að leggja fé í flugvelli á landinu. Nefnd á vegum ráðuneytisins kortleggur nú innanlandsflugið. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsamgangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveimur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferðaskrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyrar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.vísir/valli„Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflugvöll á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikilvægt sé að ráðast í að stækka flughlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kortleggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsamgangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveimur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferðaskrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyrar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.vísir/valli„Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflugvöll á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikilvægt sé að ráðast í að stækka flughlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kortleggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira