Innlent

Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú.
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. vísir/ernir
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun heimsækja Harvard háskóla í Cambridge dag ásamt Elizu Reed eiginkonu sinni. Guðni flytur þar fyrirlesturinn  Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World.

Til þess að geta átt möguleika á að fá miða á viðburðinn þurfti fólk að skrá sig í eins konar lottó. Þeir sem voru dregnir út fengu tölvupóst með upplýsingum um það hvar ætti að nálgast miðana. Viðburðurinn er á vegum stjórnmálafræðideildar Harvard skólans.

Eliza mun meðal annars ræða við nemendur og starfsfólk um jafnréttismál og kvenréttindi á Íslandi, það sem hefur áunnist og það verk sem enn þarf að vinna.

Sýnt verður frá fyrirlestri forsetans á vefsíðu Harvard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×