Jón Arnór: Eitthvað sálfræðilegt að hjá þessu liði Árni Jóhannsson skrifar 25. janúar 2018 22:16 Jón Arnór Stefánsson vann sinn fyrsta bikarúrslitaleik í fyrra. Vísir/Stefán KR sigraði nágranna sína í Val með 72 stigum gegn 60 í Domino's deild karla í kvöld. KR hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum fyrir kvöldið og var sigurinn þeim því dýrmætur. „Það sést alveg langar leiðir að það er eitthvað sálfræðilegt að hjá þessu liði,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Jón Arnór, sem er að komast aftur í gang eftir meiðsli, spilaði 20 mínútur í leiknum í kvöld og skoraði 17 stig. „Við erum að komast að rót vandans og erum að vinna í því að búa til betri stemmingu í liðinu hjá okkur og það vonandi smitar út frá sér upp í stúku og út í KR.“ „Mér finnst vera stemmingsleysi í klúbbnum yfir höfuð og það byrjar hjá okkur. Við þurfum að sýna þeim betri leik þegar áhorfendur koma í höllina að fylgjast með okkur og fara vonandi að styðja okkur í leiðinni. Við erum að reyna að endurvekja þennan KR kúltúr sem hefur verið hérna í gegnum árin.“ „Það er mikil vinningshefð hérna alveg eins og allir vita en mér líður eins og margir séu að sofna á verðinum og við megum ekki láta það gerast,“ sagði Jón Arnór, en KR er fjórfaldur Íslandsmeistari og hafði sigrað bikarmeistaratitilinn síðustu tvö ár áður en Tindastóll hafði betur í bikarúrslitunum nú fyrr í janúar. Jón Arnór leit mjög vel út í leiknum í kvöld en segist þó ekki vera kominn í sitt besta form. „Ég þarf að koma mér í betra form og með því kemur ryþmi og einbeiting og við erum að vinna í okkur. Við þurfum allir að stíga upp, æfa betur og vera bara betri á öllum sviðum, rífa fólkið með okkur og búa til góða stemmningu. Það er held ég lykillinn að þessu öllu saman,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 72-60 | Fyrri hálfleikur fór með Valsmenn KR vann Val í DHL höllinni í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld 25. janúar 2018 21:45 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
KR sigraði nágranna sína í Val með 72 stigum gegn 60 í Domino's deild karla í kvöld. KR hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum fyrir kvöldið og var sigurinn þeim því dýrmætur. „Það sést alveg langar leiðir að það er eitthvað sálfræðilegt að hjá þessu liði,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Jón Arnór, sem er að komast aftur í gang eftir meiðsli, spilaði 20 mínútur í leiknum í kvöld og skoraði 17 stig. „Við erum að komast að rót vandans og erum að vinna í því að búa til betri stemmingu í liðinu hjá okkur og það vonandi smitar út frá sér upp í stúku og út í KR.“ „Mér finnst vera stemmingsleysi í klúbbnum yfir höfuð og það byrjar hjá okkur. Við þurfum að sýna þeim betri leik þegar áhorfendur koma í höllina að fylgjast með okkur og fara vonandi að styðja okkur í leiðinni. Við erum að reyna að endurvekja þennan KR kúltúr sem hefur verið hérna í gegnum árin.“ „Það er mikil vinningshefð hérna alveg eins og allir vita en mér líður eins og margir séu að sofna á verðinum og við megum ekki láta það gerast,“ sagði Jón Arnór, en KR er fjórfaldur Íslandsmeistari og hafði sigrað bikarmeistaratitilinn síðustu tvö ár áður en Tindastóll hafði betur í bikarúrslitunum nú fyrr í janúar. Jón Arnór leit mjög vel út í leiknum í kvöld en segist þó ekki vera kominn í sitt besta form. „Ég þarf að koma mér í betra form og með því kemur ryþmi og einbeiting og við erum að vinna í okkur. Við þurfum allir að stíga upp, æfa betur og vera bara betri á öllum sviðum, rífa fólkið með okkur og búa til góða stemmningu. Það er held ég lykillinn að þessu öllu saman,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 72-60 | Fyrri hálfleikur fór með Valsmenn KR vann Val í DHL höllinni í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld 25. janúar 2018 21:45 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 72-60 | Fyrri hálfleikur fór með Valsmenn KR vann Val í DHL höllinni í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld 25. janúar 2018 21:45