Margir hápunktar á Myrkum músíkdögum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 09:45 Gunnar Karel er tónskáld en kveðst aldrei vera með verk á Myrkum músíkdögum þegar hann kemur nálægt stjórnun. Vísir/Anton Brink Hápunktarnir eru margir,“ segir Gunnar Karel Másson tónskáld um dagskrá Myrkra músíkdaga í ár. Hann er þar listrænn stjórnandi og öllum hnútum kunnugur. Eins og fyrr er lögð áhersla á að flytja og kynna nýja tónlist á hátíðinni. Á opnunartónleikunum í kvöld spila til dæmis Víkingur Heiðar og Sæunn Þorsteinsdóttir ný verk eftir Hauk Tómasson og Pál Ragnar Pálsson með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. En fram að þeim tónleikum er „löng uppbygging“, eins og Gunnar Karel orðar það. „Dagskráin byrjar með innsetningu í Gallerí porti með Jennifer Torrence og Trond Reinholdtsen. Það er líka gjörningur, svona lifandi verk, en fyrsta atriðið í Hörpunni er leikur Elblaska kammersveitarinnar í Kaldalóni klukkan 17, Ungsveit Sinfóníunnar með söngvurum úr Listaháskólanum tekur síðan við. Svo ljúkum við kvöldinu með tónleikum sem nefnast After Still Park, þar er japönsk tónlist í bland við nýja frumsamda, bara til að róa mannskapinn svo hann verði klár í slaginn á morgun.“Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir skipa fjöllistahópinn Hlökk.Föstudagstónleikarnir eru fjölbreyttir. Aðeins einir þeirra eru í Hörpunni, hinir dreifa sér milli Safnahússins, Iðnós, Fríkirkjunnar, Listasafns Íslands og Húrra. „Barnadagskráin er öll í Iðnó og líka tónleikar Riot Ensemble sem ég mundi telja einn af hápunktum Myrkra, sveitin er ein af þekktari samtímahljómsveitum Bretlands og er gestur okkar á hátíðinni í ár og mun meðal annars frumflytja áhugavert verk eftir Báru Gísladóttur,“ lýsir Gunnar Karel. Glæný barnaópera eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður frumflutt í Iðnó á laugardaginn, byggð á ævintýrinu Gilitrutt. Þann dag verður Norræna húsið vettvangur tónlistar eftir yngri kynslóð tónskálda, bæði íslenskra og skandinavískra, að sögn Gunnars Karels. „Fyrstu flytjendur þar eru Pass Part Two, ítalskt-norskt dúó sem flytur skandinavískt verk,“ segir hann og heldur áfram: „Þrjár ungar konur sem kalla sig Hlökk verða í Svarta boxinu í Norræna. Þær blanda saman tónlist, myndlist og ritlist og flytja meðal annars verk fyrir Huldu sem er nýtt ljósa- og strengjahljóðfæri sem ein þeirra bjó til, þarna er mikil frumsköpun á ferð. Stirni Ensemble kemur líka fram, þar eru Íslendingar sem hafa tengingar til Hollands, þannig að við fáum verk eftir Hollendinga og líka ný íslensk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Sigrúnu Jónsdóttur.“ Um kvöldið er Íslandsfrumflutningur á verki eftir Hilmar Þórðarson í flutningi Trondheim Sinfonietta í Norðurljósum Hörpu. Á sama stað verða tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur og Elblaska. Meðal annars frumflytja kammersveitirnar saman nokkurra áratuga gamalt verk eftir Atla Heimi, illskiljanlegt en samt einfalt, að sögn Gunnars Karels sem segir tónskáldið feta þar ótroðna slóð. Annars er dagskráin öll á darkmusicdays.is. Menning Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hápunktarnir eru margir,“ segir Gunnar Karel Másson tónskáld um dagskrá Myrkra músíkdaga í ár. Hann er þar listrænn stjórnandi og öllum hnútum kunnugur. Eins og fyrr er lögð áhersla á að flytja og kynna nýja tónlist á hátíðinni. Á opnunartónleikunum í kvöld spila til dæmis Víkingur Heiðar og Sæunn Þorsteinsdóttir ný verk eftir Hauk Tómasson og Pál Ragnar Pálsson með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. En fram að þeim tónleikum er „löng uppbygging“, eins og Gunnar Karel orðar það. „Dagskráin byrjar með innsetningu í Gallerí porti með Jennifer Torrence og Trond Reinholdtsen. Það er líka gjörningur, svona lifandi verk, en fyrsta atriðið í Hörpunni er leikur Elblaska kammersveitarinnar í Kaldalóni klukkan 17, Ungsveit Sinfóníunnar með söngvurum úr Listaháskólanum tekur síðan við. Svo ljúkum við kvöldinu með tónleikum sem nefnast After Still Park, þar er japönsk tónlist í bland við nýja frumsamda, bara til að róa mannskapinn svo hann verði klár í slaginn á morgun.“Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir skipa fjöllistahópinn Hlökk.Föstudagstónleikarnir eru fjölbreyttir. Aðeins einir þeirra eru í Hörpunni, hinir dreifa sér milli Safnahússins, Iðnós, Fríkirkjunnar, Listasafns Íslands og Húrra. „Barnadagskráin er öll í Iðnó og líka tónleikar Riot Ensemble sem ég mundi telja einn af hápunktum Myrkra, sveitin er ein af þekktari samtímahljómsveitum Bretlands og er gestur okkar á hátíðinni í ár og mun meðal annars frumflytja áhugavert verk eftir Báru Gísladóttur,“ lýsir Gunnar Karel. Glæný barnaópera eftir Hildigunni Rúnarsdóttur verður frumflutt í Iðnó á laugardaginn, byggð á ævintýrinu Gilitrutt. Þann dag verður Norræna húsið vettvangur tónlistar eftir yngri kynslóð tónskálda, bæði íslenskra og skandinavískra, að sögn Gunnars Karels. „Fyrstu flytjendur þar eru Pass Part Two, ítalskt-norskt dúó sem flytur skandinavískt verk,“ segir hann og heldur áfram: „Þrjár ungar konur sem kalla sig Hlökk verða í Svarta boxinu í Norræna. Þær blanda saman tónlist, myndlist og ritlist og flytja meðal annars verk fyrir Huldu sem er nýtt ljósa- og strengjahljóðfæri sem ein þeirra bjó til, þarna er mikil frumsköpun á ferð. Stirni Ensemble kemur líka fram, þar eru Íslendingar sem hafa tengingar til Hollands, þannig að við fáum verk eftir Hollendinga og líka ný íslensk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Sigrúnu Jónsdóttur.“ Um kvöldið er Íslandsfrumflutningur á verki eftir Hilmar Þórðarson í flutningi Trondheim Sinfonietta í Norðurljósum Hörpu. Á sama stað verða tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur og Elblaska. Meðal annars frumflytja kammersveitirnar saman nokkurra áratuga gamalt verk eftir Atla Heimi, illskiljanlegt en samt einfalt, að sögn Gunnars Karels sem segir tónskáldið feta þar ótroðna slóð. Annars er dagskráin öll á darkmusicdays.is.
Menning Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira