Lýst hefur verið óvissustigi, stigi 3, á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi. Vegagerðin hvetur vegfarendur til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Vegirnir um Fagradal, Fjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir.
Á Suður- og Suðvesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en eitthvað er um hálka eða hálkublettir á útvegum. Flughálka er á Gaulverjabæjarvegi, Villingaholtsvegi og Krísuvíkurvegi.
Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði. Hálkublettir eða snjóþekja eru á láglendi. Ófært er á Laxárdalsheiði. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja.
Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja og víða snjókoma eða él. Þungfært er í Fljótum og út á Siglufjörð. Flughálka er á Þverárfjalli.
Á Austurlandi er hálka og snjóþekja með ströndinni og eitthvað um éljagang. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.
Á Suðausturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru í Eldhrauni og Mýrdalssandi.
