Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 23:04 Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“ Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. Verjandi mannsins segir árásina hafa verið með öllu tilefnislausa. Árásin átti sér stað í útivistartíma fanga og mun hún hafa verið einstaklega hrottaleg. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og hefur meðal annars myndbandsupptökur úr fangelsinu til skoðunar. Fanginn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús nokkuð slasaður en hann er með brotnar tennur og illa marinn. Árásarþolinn er ungur hælisleitandi sem sat inni á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Hann er fyrrum skjólstæðingur hjá Rauða krossinum en hann kom hingað til lands haustið 2016. Svo virðist sem árásin í gær sé ekki sú fyrsta sem maðurinn hefur orðið fyrir. „Mér skilst líka að hann hafi orðið fyrir annarri árás fyrir stuttu síðan og óskaði í kjölfarið eftir að vera fluttur af Litla Hrauni en að það hafi ekki verið orðið við því,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum.Veistu hvort hann er ennþá á Litla Hrauni? „Nei, mér skilst að hann hafi verið fluttur á Hólmsheiði.“ Guðríður þekkir ekki öll atvik málsins en segir ljóst að það þurfi að líta alvarlegum augum. „Mér skilst að hann hafi borið það fyrir sig þegar hann óskaði eftir að vera fluttur að ástæða síðustu árásar hafi verið kynþáttahatur.“ Í sama streng tekur Lilja Olsen, verjandi mannsins, en í samtali við fréttastofu segir hún árásina vera algjörlega tilefnislausa og byggi að öllum líkindum á kynþáttahatri og einelti. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt og mjög sorglegt atvik. Það verður að sjálfsögðu að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona geti gerst.“
Flóttamenn Lögreglumál Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent