Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2018 09:00 Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu Skjáskot/Stöð 2 „Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan. Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30