Minni loftmengun gæti þýtt meiri hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 09:30 Sumar rykagnir í loftmengun af völdum manna endurvarpar sólarljósi og kælir þannig yfirborð jarðar. Þannig hefur loftmengun falið hlýnun sem hefði orðið vegna losunar á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/GVA Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hlýnun jarðar gæti aukist samhliða aðgerðum til þessa að draga úr loftmengun. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að viðbótarhlýnun gæti numið hálfri til einni gráðu ef menn draga úr losun á mengunarögnum í lofti. Mörg ríki reyna nú að draga úr losun á rykögnum frá iðnaði og bifreiðum sem valda gríðarlegri loftmengun í stórborgum víða um heim. Loftmengunin er skaðleg heilsu manna og er áætlað að milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum hennar í heiminum á ári. Rykagnirnar hafa hins vegar einnig áhrif á loftslags jarðarinnar. Sumar þeirra endurvarpa sólarljósi aftur út í geim og kæla þannig yfirborð jarðar. Vísindamenn telja meðal annars að loftmengun af þessu tagi hafi falið áhrif hnattrænnar hlýnunar um miðja síðustu öld áður en gripið var til aðgerða til að draga úr losun svifryks. Höfundar nýrrar rannsóknar sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters reyndu að meta hversu mikil áhrif aðgerðir til að draga úr losun á rykögnum gætu haft á loftslag jarðar. Notuðu þeir fjögur loftslagslíkön og fjarlægðu úr þeim alla losun manna á svifryki. Séu niðurstöður þeirra um hálfa til eina gráðu viðbótarhlýnunar réttar þýðir það að menn fara nær örugglega yfir mörk Parísarsamkomulagsins um 1,5-2°C hlýnun á þessari öld, að því er segir í frétt Scientific American.Loftmengun hverfur ekki þótt losun á koltvísýringi hættiAðgerðir til að draga úr loftmengun gætu einnig haft veruleg áhrif á staðbundna úrkomu og veðurfar víða um heim. Rykagnirnar hafa yfirleitt mest áhrif næst uppsprettu þeirra. Þannig telja vísindamennirnir að úrkoma og veðuröfgar gætu færst verulega í aukana á svæðum þar sem mengunin er mest, sérstaklega í austanverðri Asíu. Áhrifin gætu þó náð víðar um jörðina. Útblæstri frá bruna á jarðefnaeldsneyti fylgja rykagnir. Þannig myndu tilraunir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda leiða til minni losunar svifryks. Ekki er þó þar með sagt að losun rykagna myndi hætta með öllu þó að menn hættu að brenna jarðefnaeldsneyti og að hlýnunin sem mengunin hefur falið kæmi öll fram. „Maður getur ekki ályktað að það sé samasemmerki á milli engrar losunar á koltvísýringi og engrar losunar á rykögnum af völdum manna,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA sem heldur utan um tölur um hitastig á jörðinni og sérfræðingur í loftslagslíkönum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07