Skálaði fyrir sinni fyrstu Óskarstilnefningu Ritstjórn skrifar 24. janúar 2018 08:30 Margot Robbie í brúðarkjól á frumsýningunni frá Michael Lo Sordo. Glamour/Getty Leikkonan Margot Robbie var stödd í Ástralíu við frumsýningu á myndinni I, Tonya þegar hún fékk fréttirnar um að hún væri meðal tilnefndra sem besta leikkonan á Óskarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Robbie er tilnefnd til Óskarsverðlauna og því vel skiljanlegt að hún hafi skálað duglega við sitt fólk, skælbrosandi eins og sjá má á þessum myndbandi sem bróðir hennar setti á Twitter. Myndin sem er byggð á ævi skautadrottningarinnar umdeildu Tonyu Harding hefur fengið góðar viðtökur og Robbie góða dóma gagnrýnenda. Hún lagði líka mikið á sig fyrir hlutverkið þar sem hún lá yfir upptökum af skautadansi Harding og viðtölum til að ná hreimnum hennar. Hún var til að mynda í 6 mánuða skautaæfingarbúðum fyrir tökurnar og þannig mætti lengi telja. Það hefur heldur betur borgað sig. Óskarinn fer fram þann 4 mars næstkomandi og meðal tilnefndra í flokki leikkvenna ársins í aðalhlutverki ásamt Robbie eru Frances McDormand, Sally Hawkins, Meryl Streep og Saoirse Ronan. Margot Robbie out celebrating her first ever Oscar nomination! Congrats! #OscarNoms pic.twitter.com/S9cLTPZnQp— best of margot (@bestofmargot) January 23, 2018 Mest lesið Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour Stoltur að hafa ekki klúðrað meiru Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Beyoncé hannar ræktarfatnað Glamour Sænska bloggdrottningin hættir Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Stórkostlegar breytingar í tískuheiminum á stuttum tíma Glamour Ísland í aðalhlutverki í nýrri herferð hjá Selected Glamour
Leikkonan Margot Robbie var stödd í Ástralíu við frumsýningu á myndinni I, Tonya þegar hún fékk fréttirnar um að hún væri meðal tilnefndra sem besta leikkonan á Óskarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Robbie er tilnefnd til Óskarsverðlauna og því vel skiljanlegt að hún hafi skálað duglega við sitt fólk, skælbrosandi eins og sjá má á þessum myndbandi sem bróðir hennar setti á Twitter. Myndin sem er byggð á ævi skautadrottningarinnar umdeildu Tonyu Harding hefur fengið góðar viðtökur og Robbie góða dóma gagnrýnenda. Hún lagði líka mikið á sig fyrir hlutverkið þar sem hún lá yfir upptökum af skautadansi Harding og viðtölum til að ná hreimnum hennar. Hún var til að mynda í 6 mánuða skautaæfingarbúðum fyrir tökurnar og þannig mætti lengi telja. Það hefur heldur betur borgað sig. Óskarinn fer fram þann 4 mars næstkomandi og meðal tilnefndra í flokki leikkvenna ársins í aðalhlutverki ásamt Robbie eru Frances McDormand, Sally Hawkins, Meryl Streep og Saoirse Ronan. Margot Robbie out celebrating her first ever Oscar nomination! Congrats! #OscarNoms pic.twitter.com/S9cLTPZnQp— best of margot (@bestofmargot) January 23, 2018
Mest lesið Kylie Jenner bætist í hóp stjarna sem klæðast Galvan Glamour iglo+indi með tískusýningu í Flórens Glamour Stoltur að hafa ekki klúðrað meiru Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Beyoncé hannar ræktarfatnað Glamour Sænska bloggdrottningin hættir Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour Stórkostlegar breytingar í tískuheiminum á stuttum tíma Glamour Ísland í aðalhlutverki í nýrri herferð hjá Selected Glamour