Norður-Kórea sakar Bandaríkin um að ljúga um hergagnasendingar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Norður-Kóreumenn segjast við öllu búnir. vísir/afp Bandaríkjamenn senda hergögn til Kóreuskaga undir fölsku flaggi og þykjast vera að gera það vegna væntanlegra Vetrarólympíuleika. Um þetta sakaði Han Tae Song, sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjamenn á afvopnunarfundi í svissnesku borginni Genf í gær. „Hætta er á að hergagnasendingar Bandaríkjamanna dragi úr jákvæðri þróun samskipta ríkjanna á Kóreuskaga og jafnvel leiði okkur í átt að hörðum átökum,“ bætti Han við. Sagði hann einnig að kjarnorkutilraunir síðasta árs hefðu sýnt fram á að einræðisríkið væri kjarnorkuveldi. Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam. Tilraunir ríkisins brjóta í bága við skilyrði sem öryggisráð SÞ hefur sett Norður-Kóreumönnum. Þá er vert að taka fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað einræðisríkinu „eldi og brennisteini“ til baka. „Ég get stoltur sagt frá því að Alþýðulýðveldið Kórea býr yfir kjarnorkuvopnabúri sem er hægt að beita í gagnárás gegn Bandaríkjunum og býr yfir miklum fælingarmætti sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjamenn hefji ævintýralegt stríð.“ Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði af og frá að Bandaríkin viðurkenndu Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. „Ef norðrið vill að því sé tekið aftur opnum örmum af alþjóðasamfélaginu vita yfirvöld hvað þarf að gera. Það þarf að stíga skref í átt til þess að gera Kóreuskaga algerlega kjarnorkuvopnalausan.“ Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Bandaríkjamenn senda hergögn til Kóreuskaga undir fölsku flaggi og þykjast vera að gera það vegna væntanlegra Vetrarólympíuleika. Um þetta sakaði Han Tae Song, sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjamenn á afvopnunarfundi í svissnesku borginni Genf í gær. „Hætta er á að hergagnasendingar Bandaríkjamanna dragi úr jákvæðri þróun samskipta ríkjanna á Kóreuskaga og jafnvel leiði okkur í átt að hörðum átökum,“ bætti Han við. Sagði hann einnig að kjarnorkutilraunir síðasta árs hefðu sýnt fram á að einræðisríkið væri kjarnorkuveldi. Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam. Tilraunir ríkisins brjóta í bága við skilyrði sem öryggisráð SÞ hefur sett Norður-Kóreumönnum. Þá er vert að taka fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað einræðisríkinu „eldi og brennisteini“ til baka. „Ég get stoltur sagt frá því að Alþýðulýðveldið Kórea býr yfir kjarnorkuvopnabúri sem er hægt að beita í gagnárás gegn Bandaríkjunum og býr yfir miklum fælingarmætti sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjamenn hefji ævintýralegt stríð.“ Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði af og frá að Bandaríkin viðurkenndu Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. „Ef norðrið vill að því sé tekið aftur opnum örmum af alþjóðasamfélaginu vita yfirvöld hvað þarf að gera. Það þarf að stíga skref í átt til þess að gera Kóreuskaga algerlega kjarnorkuvopnalausan.“
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira