Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 19:15 Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent