Skagamenn stútfylltu dansgólfið á þorrablóti Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2018 14:45 Rosaleg stemning á Akranesi um helgina. myndir/skagafréttir Skagamenn skemmtu sér frábærlega á laugardagskvöld, en þá var þorrinn blótaður á Akranesi. Sóli Hólm stýrði gleðinni og náði frá fyrstu mínútu upp frábærri stemmningu sem hélst langt fram eftir nóttu. Ríflega 600 manns voru á staðnum. Matur var framreiddur af veitingahúsinu Galito á Akranesi og var mikil ánægja með hann eins og fyrri ár. Skagamaður ársins sem valin af Akraneskaupstað var að þessu sinni Sigurður Elvar Þórólfsson ritstjóri Skagafrétta og útbreiðslustjóri hjá Golfsambandi Íslands. Skagafréttir er fjölskylduverkefni sem Sigurður Elvar stýrir ásamt foreldrum sínum, systkinum, frændfólki og börnum. Sigurður Elvar hefur lagt mikinn metnað og alúð í uppbyggingu vefsins og hafa þau tileinkað sér starfshætti þar sem þau nálgast hlutina með öðrum hætti, ýta undir það jákvæða og fjalla um þau atriði sem myndu e.t.v. ekki ná til annarra fjölmiðla. Stúttfullt dansgólf Árgangur ´77 sá um Skagaskaupið sem er annáll síðasta árs fyrir Akranes. Fengu þar margir Skagamenn að finna fyrir beittu gríni. Fiðlusveitin Slitnir Strengir var með stórkostlegt tónlistaratriði og mætti einnig leiklistarklúbbur FVA með kraftmikið lag en þau frumsýna söngleikinn „Með allt á hreinu“ 10. mars. Helgi Björnsson og Sigga Beinteins stútfylltu dansgólfið og nutu stuðnings hljómsveitarinnar Bland sem sáu um ballið fram eftir nóttu. Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndir Þorrablótsins voru teknar af Skagafréttum en myndir má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Þorrablót Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Skagamenn skemmtu sér frábærlega á laugardagskvöld, en þá var þorrinn blótaður á Akranesi. Sóli Hólm stýrði gleðinni og náði frá fyrstu mínútu upp frábærri stemmningu sem hélst langt fram eftir nóttu. Ríflega 600 manns voru á staðnum. Matur var framreiddur af veitingahúsinu Galito á Akranesi og var mikil ánægja með hann eins og fyrri ár. Skagamaður ársins sem valin af Akraneskaupstað var að þessu sinni Sigurður Elvar Þórólfsson ritstjóri Skagafrétta og útbreiðslustjóri hjá Golfsambandi Íslands. Skagafréttir er fjölskylduverkefni sem Sigurður Elvar stýrir ásamt foreldrum sínum, systkinum, frændfólki og börnum. Sigurður Elvar hefur lagt mikinn metnað og alúð í uppbyggingu vefsins og hafa þau tileinkað sér starfshætti þar sem þau nálgast hlutina með öðrum hætti, ýta undir það jákvæða og fjalla um þau atriði sem myndu e.t.v. ekki ná til annarra fjölmiðla. Stúttfullt dansgólf Árgangur ´77 sá um Skagaskaupið sem er annáll síðasta árs fyrir Akranes. Fengu þar margir Skagamenn að finna fyrir beittu gríni. Fiðlusveitin Slitnir Strengir var með stórkostlegt tónlistaratriði og mætti einnig leiklistarklúbbur FVA með kraftmikið lag en þau frumsýna söngleikinn „Með allt á hreinu“ 10. mars. Helgi Björnsson og Sigga Beinteins stútfylltu dansgólfið og nutu stuðnings hljómsveitarinnar Bland sem sáu um ballið fram eftir nóttu. Þorrablót Skagamanna er haldið af árgangi ´71 á Akranesi en allur hagnaður blótsins rennur til Björgunarsveitarinnar og íþróttafélaga en golf, knattspyrna, sundi, fimleikar og íþróttafélag fatlaðra fá greitt í samræmi við vinnuframlag þeirra á blótinu. Ljósmyndir Þorrablótsins voru teknar af Skagafréttum en myndir má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Þorrablót Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira