Innlent

Vilja úttekt á stjórnsýslu Útlendingastofnunar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. vísir/ernir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, hefur ásamt níu öðrum þingmönnum lagt fram beiðni um að Ríkisendurskoðandi geri stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi Útlendingastofnunar. Í beiðninni kemur fram að í skýrslunni skuli draga fram hvernig Útlendingastofnun takist að uppfylla hlutverk sitt með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni málsmeðferðar, málshraða og lögbundins þjónustuhlutverks.

Í greinargerðinni er gagnrýni á málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd reifuð. Fram kemur að markmið nýrra útlendingalaga hafi meðal annars verið að bregðast við þeirri gagnrýni og bæta þjónustuna. Með úttektinni verði varpað ljósi á hvort þau markmið hafi náðst.

Ríkisendurskoðanda er skylt að taka beiðni um skýrslu fyrir hafi níu þingmenn lagt fram skýrslubeiðni í þingsal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×