Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2018 06:00 Borgarstjórnarkosningar verða í lok maí. Vísir/Anton Flokksval Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga fer fram 10. febrúar næstkomandi. Samfylkingin á fimm borgarfulltrúa af fimmtán en borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 eftir næstu kosningar sem fara fram 26. maí 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er óskoraður oddviti flokksins og mun væntanlega leiða listann en margir vilja vera í næstu sætum. Björk Vilhelmsdóttir, sem var í öðru sæti lista flokksins fyrir síðustu kosningar, hætti fyrr á kjörtímabilinu og því má segja að annað sætið sé óskipað. Það sæti vilja næstu konurnar á listanum báðar fá; Kristín Soffía Jónsdóttir sem var í fjórða sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, sem var í sjötta sæti. Hún náði ekki kjöri í kosningunum en kom inn sem borgarfulltrúi eftir að Björk Vilhelmsdóttir sagði af sér. Samkvæmt heimildum mun nokkur styr standa um varaformann flokksins. Hún var sjálfkjörin í embætti varaformanns á flokksstjórnarfundi skömmu eftir að Logi Einarsson tók við formannskeflinu af Oddnýju Harðardóttur eftir mikið fylgishrun í haustkosningunum 2016. Heiða mun hafa sóst eftir forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir nýliðnar alþingiskosningar en vilji flokksins til endurnýjunar í Reykjavík virðist ekki hafa náð til hennar enda var hún ekki á lista. Kristín Soffía Jónsdóttir, sem hefur einnig hug á öðru sæti, hefur heldur ekki verið óumdeild en deilur risu nú í haust um kjörgengi hennar í borgarstjórn vegna þess að hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur á meðan hún var í fæðingarorlofi. Athygli vekur að Kristín Soffía hefur ekki tekið sæti í stjórn Strætó en Heiða Björg leysti hana af á þeim vettvangi á meðan Kristín var í fæðingarorlofi og virðist gera það enn. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Kristín Soffía situr eingöngu í borgarráði en Heiða Björg situr í umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, stjórn Strætó bs. og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.grafík/gummi Það kom ýmsum á óvart þegar ákveðið var að röðun frambjóðenda á lista skyldi fara fram með prófkjöri en heimildir blaðsins herma að baráttumenn um þriðja sæti listans hafi beitt sér mjög fyrir þeirri leið. Það stefnir í harða baráttu um þriðja sætið og munu minnst fjórir karlar keppa um sætið. Hjálmar Sveinsson vill gjarnan sitja sem fastast í sínu sæti en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á listann og ná þriðja sætinu. Sabine Leskopf sýnir hins vegar mikinn metnað og hyggst sækjast eftir þriðja til fjórða sæti en hún var í níunda sæti fyrir síðustu kosningar. Dóra Magnúsdóttir sem var einu sæti á undan Sabine síðast stefnir einnig á fjórða sætið. Nokkrir nýliðar gefa kost á sér í fremstu röð og hyggst Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, blanda sér í baráttuna um bronsið. Þá mun Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður ætla að sækjast eftir fjórða til sjötta sæti og einnig hefur heyrst að Sverrir Bollason ætli sér í framboð og vilji sæti framarlega á lista. Framboðsfrestur rennur út næsta fimmtudag, 25. janúar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga fer fram 10. febrúar næstkomandi. Samfylkingin á fimm borgarfulltrúa af fimmtán en borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 eftir næstu kosningar sem fara fram 26. maí 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er óskoraður oddviti flokksins og mun væntanlega leiða listann en margir vilja vera í næstu sætum. Björk Vilhelmsdóttir, sem var í öðru sæti lista flokksins fyrir síðustu kosningar, hætti fyrr á kjörtímabilinu og því má segja að annað sætið sé óskipað. Það sæti vilja næstu konurnar á listanum báðar fá; Kristín Soffía Jónsdóttir sem var í fjórða sæti og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins, sem var í sjötta sæti. Hún náði ekki kjöri í kosningunum en kom inn sem borgarfulltrúi eftir að Björk Vilhelmsdóttir sagði af sér. Samkvæmt heimildum mun nokkur styr standa um varaformann flokksins. Hún var sjálfkjörin í embætti varaformanns á flokksstjórnarfundi skömmu eftir að Logi Einarsson tók við formannskeflinu af Oddnýju Harðardóttur eftir mikið fylgishrun í haustkosningunum 2016. Heiða mun hafa sóst eftir forystusæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir nýliðnar alþingiskosningar en vilji flokksins til endurnýjunar í Reykjavík virðist ekki hafa náð til hennar enda var hún ekki á lista. Kristín Soffía Jónsdóttir, sem hefur einnig hug á öðru sæti, hefur heldur ekki verið óumdeild en deilur risu nú í haust um kjörgengi hennar í borgarstjórn vegna þess að hún flutti lögheimili sitt til Danmerkur á meðan hún var í fæðingarorlofi. Athygli vekur að Kristín Soffía hefur ekki tekið sæti í stjórn Strætó en Heiða Björg leysti hana af á þeim vettvangi á meðan Kristín var í fæðingarorlofi og virðist gera það enn. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Kristín Soffía situr eingöngu í borgarráði en Heiða Björg situr í umhverfis- og skipulagsráði, velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, stjórn Strætó bs. og í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.grafík/gummi Það kom ýmsum á óvart þegar ákveðið var að röðun frambjóðenda á lista skyldi fara fram með prófkjöri en heimildir blaðsins herma að baráttumenn um þriðja sæti listans hafi beitt sér mjög fyrir þeirri leið. Það stefnir í harða baráttu um þriðja sætið og munu minnst fjórir karlar keppa um sætið. Hjálmar Sveinsson vill gjarnan sitja sem fastast í sínu sæti en Skúli Helgason og Magnús Már Guðmundsson vilja báðir færa sig ofar á listann og ná þriðja sætinu. Sabine Leskopf sýnir hins vegar mikinn metnað og hyggst sækjast eftir þriðja til fjórða sæti en hún var í níunda sæti fyrir síðustu kosningar. Dóra Magnúsdóttir sem var einu sæti á undan Sabine síðast stefnir einnig á fjórða sætið. Nokkrir nýliðar gefa kost á sér í fremstu röð og hyggst Aron Leví Beck, formaður Hallveigar – ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, blanda sér í baráttuna um bronsið. Þá mun Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður ætla að sækjast eftir fjórða til sjötta sæti og einnig hefur heyrst að Sverrir Bollason ætli sér í framboð og vilji sæti framarlega á lista. Framboðsfrestur rennur út næsta fimmtudag, 25. janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“