„Hey þú“ 22. janúar 2018 11:00 Söngvakeppnin er farin af stað; í þetta sinn eins og gamaldags remedía sem er látin leka inn í eyrun á okkur til þess að græða kaunum sett tóneyru landsmanna. Nýliðið föstudagskvöld fengum við skammtinn okkar – brot úr lögunum sem keppa. En, bara brot. Næsta föstudag fáum við brot af helmingnum af lögunum sem keppa og föstudaginn þar á eftir helminginn af hinum lögunum sem þá eru eftir. Svo fáum við að heyra öll lögin, en sá ofurskammtur verður teygður yfir fjögur föstudagskvöld. Þá rennur upp sá föstudagur að við fáum ekki að heyra neitt lag – en sú ráðstöfun mun vera til þess ætluð að venja okkur við að heyra EKKI okkar lag á sjálfu úrslitakvöldinu í Portúgal. Að þeim föstudegi liðnum mun koma enn annar föstudagur, viku síðar, og þá fáum við loks að heyra öll lögin sama daginn, það verður mikið prógramm og því er föstudagurinn langi lagður undir þá orgíu. Þá verða kynnar keppninnar orðnir tíu eða ellefu, en sá háttur mun verða hafður á að kynna einn nýjan kynni til leiks á hverju föstudagskvöldi allt fram að sjálfu úrslitakvöldinu. Nokkru áður en keppnin fer fram ytra, eða í fyrramálið, mun Felix Bergsson fara út og svo flytja okkur daglegar fréttir frá Portúgal – og meðal annars lýsa því í beinni útsendingu, hjá Gísla Marteini, þegar hornsteinn verður lagður að tónlistarhúsinu sem hýsa mun keppnina í ár. Þann 12. maí næstkomandi – sem Guði sé lof er laugardagur – mun Guðjón Valur Sigurðsson, í stolnum kjól af Ragnhildi Steinunni, þylja upp hina íslensku stigagjöf. Samtök íþróttafréttamanna eru nú að skrifa það upp sem Guðjóni er ætlað að segja – það tekur tíma. Eðlilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun
Söngvakeppnin er farin af stað; í þetta sinn eins og gamaldags remedía sem er látin leka inn í eyrun á okkur til þess að græða kaunum sett tóneyru landsmanna. Nýliðið föstudagskvöld fengum við skammtinn okkar – brot úr lögunum sem keppa. En, bara brot. Næsta föstudag fáum við brot af helmingnum af lögunum sem keppa og föstudaginn þar á eftir helminginn af hinum lögunum sem þá eru eftir. Svo fáum við að heyra öll lögin, en sá ofurskammtur verður teygður yfir fjögur föstudagskvöld. Þá rennur upp sá föstudagur að við fáum ekki að heyra neitt lag – en sú ráðstöfun mun vera til þess ætluð að venja okkur við að heyra EKKI okkar lag á sjálfu úrslitakvöldinu í Portúgal. Að þeim föstudegi liðnum mun koma enn annar föstudagur, viku síðar, og þá fáum við loks að heyra öll lögin sama daginn, það verður mikið prógramm og því er föstudagurinn langi lagður undir þá orgíu. Þá verða kynnar keppninnar orðnir tíu eða ellefu, en sá háttur mun verða hafður á að kynna einn nýjan kynni til leiks á hverju föstudagskvöldi allt fram að sjálfu úrslitakvöldinu. Nokkru áður en keppnin fer fram ytra, eða í fyrramálið, mun Felix Bergsson fara út og svo flytja okkur daglegar fréttir frá Portúgal – og meðal annars lýsa því í beinni útsendingu, hjá Gísla Marteini, þegar hornsteinn verður lagður að tónlistarhúsinu sem hýsa mun keppnina í ár. Þann 12. maí næstkomandi – sem Guði sé lof er laugardagur – mun Guðjón Valur Sigurðsson, í stolnum kjól af Ragnhildi Steinunni, þylja upp hina íslensku stigagjöf. Samtök íþróttafréttamanna eru nú að skrifa það upp sem Guðjóni er ætlað að segja – það tekur tíma. Eðlilega.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun