Lagt til að lengja kjörtímabil formanns KSÍ en takmarka valdatímann Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2018 14:45 Guðni Bergsson er formaður KSÍ og verður það næsta árið að minnsta kosti. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands mun leggja til lagabreytingu á ársþingi sambandsins sem fram fer 10. febrúar sem snýr að kjörtímabili formanns KSÍ og heildartíma hans á valdastól sem og annarra stjórnarmanna. Fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ frá 9. janúar að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi gert „litlar efnislegar athugasemdir“ við vinnu starfshóps Knattspyrnusambandsins í málinu en Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og formaður Laga- og leikreglunefndar, kynnti erindið á stjórnarfundinum fyrr í mánuðinum. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvernig nýja reglubreytingin er en Gísli svaraði því þegar að Vísir heyrði í honum í dag.Ekki meira en tólf ár í einu „Tillagan er þannig að formaður sitji í þrjú ár í stað tveggja en hann hafi aðeins kjörgengi í tólf ár í einu,“ segir Gísli en eftir tólf ár verður formaðurinn að taka sér pásu. Hann getur þó boðið sig aftur fram seinna og setið önnur tólf ár. Einnig er tillaga um breytingu á kjörtíma stjórnarmanna en þeir eru áfram kjörnir til tveggja ára en geta aðeins setið sex kjörtímabil áður en þeir verða að víkja. Glænýr formaður og stjórnarmaður geta því setið saman í tólf ár, til að einfalda hlutina. „Þetta er þróun sem er að verða algeng í Alþjóðasamtökum fótboltans. Það er verið að takmarka setu manna í stjórnum og þannig tryggja að það verði ákveðin endurnýjun,“ segir Gísli, en af hverju að lengja valdatímabil formanns KSÍ? „Hugsunin var bara sú að þá væri meiri samfella í því sem formaður væri að gera. Þetta væri einfaldlega skynsamlegra því þá hefði sitjandi formaður meiri tíma til að fylgja sínum málum eftir.“Kosið að ári Félögunum í landinu og samtökunum Íslenskum toppfótbolta verður ekki komið á óvart með þessum lagabreytingum því samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að senda tillögurnar strax þeirra. Starfshópurinn sem vann að þeim óskaði einnig eftir ábendingum frá aðildarfélögum KSÍ um málið. Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ í fyrra og þarf því ekki að hafa áhyggjur af starfinu á ársþinginu á Hilton í febrúar. Þessi breyting gildir ekki um sitjandi formann og stjórnarmenn sem voru kosnir eftir gömlu lögunum þannig kosið verður um nýjan formann á ársþinginu 2019 og mun sá hinn sami sitja í þrjú ár í senn, en þó ekki lengur en tólf ár í einum rykk, verði breytingarnar samþykktar. Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands mun leggja til lagabreytingu á ársþingi sambandsins sem fram fer 10. febrúar sem snýr að kjörtímabili formanns KSÍ og heildartíma hans á valdastól sem og annarra stjórnarmanna. Fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ frá 9. janúar að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafi gert „litlar efnislegar athugasemdir“ við vinnu starfshóps Knattspyrnusambandsins í málinu en Gísli Gíslason, stjórnarmaður KSÍ og formaður Laga- og leikreglunefndar, kynnti erindið á stjórnarfundinum fyrr í mánuðinum. Ekki kemur fram í fundargerðinni hvernig nýja reglubreytingin er en Gísli svaraði því þegar að Vísir heyrði í honum í dag.Ekki meira en tólf ár í einu „Tillagan er þannig að formaður sitji í þrjú ár í stað tveggja en hann hafi aðeins kjörgengi í tólf ár í einu,“ segir Gísli en eftir tólf ár verður formaðurinn að taka sér pásu. Hann getur þó boðið sig aftur fram seinna og setið önnur tólf ár. Einnig er tillaga um breytingu á kjörtíma stjórnarmanna en þeir eru áfram kjörnir til tveggja ára en geta aðeins setið sex kjörtímabil áður en þeir verða að víkja. Glænýr formaður og stjórnarmaður geta því setið saman í tólf ár, til að einfalda hlutina. „Þetta er þróun sem er að verða algeng í Alþjóðasamtökum fótboltans. Það er verið að takmarka setu manna í stjórnum og þannig tryggja að það verði ákveðin endurnýjun,“ segir Gísli, en af hverju að lengja valdatímabil formanns KSÍ? „Hugsunin var bara sú að þá væri meiri samfella í því sem formaður væri að gera. Þetta væri einfaldlega skynsamlegra því þá hefði sitjandi formaður meiri tíma til að fylgja sínum málum eftir.“Kosið að ári Félögunum í landinu og samtökunum Íslenskum toppfótbolta verður ekki komið á óvart með þessum lagabreytingum því samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ að senda tillögurnar strax þeirra. Starfshópurinn sem vann að þeim óskaði einnig eftir ábendingum frá aðildarfélögum KSÍ um málið. Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ í fyrra og þarf því ekki að hafa áhyggjur af starfinu á ársþinginu á Hilton í febrúar. Þessi breyting gildir ekki um sitjandi formann og stjórnarmenn sem voru kosnir eftir gömlu lögunum þannig kosið verður um nýjan formann á ársþinginu 2019 og mun sá hinn sami sitja í þrjú ár í senn, en þó ekki lengur en tólf ár í einum rykk, verði breytingarnar samþykktar.
Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn