Fín frjósemi á Klaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps Frjósemi virðist vera með allra besta móti á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í kring því börnum fjölgar svo mikið að stækka þarf leikskólann Kærabæ á Klaustri. Ákveðið hefur verið að kaupa færanlega kennslustofu fyrir tæplega 11 milljónir króna. „Viðbótin við leikskólann kemur til vegna mikillar fjölgunar leikskólabarna og til að útrýma biðlista sem hefur myndast. Fjöldi barna á leikskóla hefur á einu ári farið úr 13 í 26 og eru börn á bið eftir plássi. Eftir stækkun verður húspláss fyrir yfir 30 börn,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri. Leikskólinn er í dag einnar deildar leikskóli en með nýju 80 fermetra viðbyggingunni verður honum skipt upp í tvær deildir. Stöðugildi við leikskólann hafa farið úr fjórum í sjö á síðasta ári og verða samtals átta þegar viðbyggingin verður komin í gagnið og börn sem eru á biðlista í dag komin inn. Sandra Brá segir mikla uppbyggingu í Skaftárhreppi. „Það eru mörg verkefni í pípunum hér í Skaftárhreppi. Byggðar hafa verið níu íbúðir á síðustu tveimur árum og eru þrjár í byggingu nú á Kirkjubæjarklaustri. Mikill uppgangur er í ferðaþjónustu á svæðinu sem hefur bæði skilað sér í auknum tekjum og fjölgun íbúa. Framkvæmdir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs hefjast á árinu sem við bindum vonir við að verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Suðurlandi. Hér eru einnig ungir bændur að hefja byggingu á nýju fjósi, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sandra. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Frjósemi virðist vera með allra besta móti á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í kring því börnum fjölgar svo mikið að stækka þarf leikskólann Kærabæ á Klaustri. Ákveðið hefur verið að kaupa færanlega kennslustofu fyrir tæplega 11 milljónir króna. „Viðbótin við leikskólann kemur til vegna mikillar fjölgunar leikskólabarna og til að útrýma biðlista sem hefur myndast. Fjöldi barna á leikskóla hefur á einu ári farið úr 13 í 26 og eru börn á bið eftir plássi. Eftir stækkun verður húspláss fyrir yfir 30 börn,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri. Leikskólinn er í dag einnar deildar leikskóli en með nýju 80 fermetra viðbyggingunni verður honum skipt upp í tvær deildir. Stöðugildi við leikskólann hafa farið úr fjórum í sjö á síðasta ári og verða samtals átta þegar viðbyggingin verður komin í gagnið og börn sem eru á biðlista í dag komin inn. Sandra Brá segir mikla uppbyggingu í Skaftárhreppi. „Það eru mörg verkefni í pípunum hér í Skaftárhreppi. Byggðar hafa verið níu íbúðir á síðustu tveimur árum og eru þrjár í byggingu nú á Kirkjubæjarklaustri. Mikill uppgangur er í ferðaþjónustu á svæðinu sem hefur bæði skilað sér í auknum tekjum og fjölgun íbúa. Framkvæmdir gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs hefjast á árinu sem við bindum vonir við að verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Suðurlandi. Hér eru einnig ungir bændur að hefja byggingu á nýju fjósi, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sandra.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira