Puigdemont vill stýra Katalóníu frá Brussel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Carles Puigdemont vill nýta tæknina til að stýra frá Brussel. Nordicphotos/AFP Carles Puigdemont sagði í gær að það væri ekkert að því að hann yrði aftur forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Jafnvel þótt hann sé nú í útlegð í Brussel, hafi verið rekinn úr embættinu og sé ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar síðasta árs. „Þar sem ég er þingmaður er það fullkomlega í lagi að ég verði forseti,“ sagði Puigdemont við Catalunya Radio í gær en hann vill meðal annars styðjast við myndbandssímtöl, verði hann aftur héraðsforseti. „Ýmis stór verkefni nú til dags eru leyst með aðstoð tækninnar.“ Það var spænska ríkisstjórnin sem leysti upp þingið og rak héraðsstjórnina á síðasta ári. Til nýrra þingkosninga var boðað og héldu aðskilnaðarsinnar meirihluta sínum á katalónska þinginu. Puigdemont leiddi næststærsta flokk aðskilnaðarsinna, JxCat. Vegna þess að Puigdemont óttaðist að vera handtekinn og stungið í fangelsi flúði hann ásamt nokkrum ráðherrum héraðsstjórnarinnar til Brussel á meðan þeir ráðherrar sem voru eftir í Katalóníu voru hnepptir í gæsluvarðhald. Í viðtali sínu við Catalunya Radio útilokaði Puigdemont að snúa aftur í bráð. „Það er ekki hægt að stýra úr fangelsi,“ sagði hann. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á dögunum algjörlega útilokað að leyfa Puigdemont að setjast aftur á forsetastól. Ef hann myndi sækja þingfundi í gegnum Skype eða sambærileg myndbandssímtalsforrit myndi spænska ríkið kæra katalónska þingið. Undir þetta tók Inigo Mendez de Vigo, ráðherra og talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. „Hann verður ekki forseti Katalóníu,“ sagði ráðherrann við Reuters í gær. Bætti de Vigo því við að ríkisstjórnin myndi umsvifalaust kæra skipan hans til dómstóla ef þingmenn kysu að útnefna „flóttamann í Brussel“ forseta héraðsins. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Carles Puigdemont sagði í gær að það væri ekkert að því að hann yrði aftur forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Jafnvel þótt hann sé nú í útlegð í Brussel, hafi verið rekinn úr embættinu og sé ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar síðasta árs. „Þar sem ég er þingmaður er það fullkomlega í lagi að ég verði forseti,“ sagði Puigdemont við Catalunya Radio í gær en hann vill meðal annars styðjast við myndbandssímtöl, verði hann aftur héraðsforseti. „Ýmis stór verkefni nú til dags eru leyst með aðstoð tækninnar.“ Það var spænska ríkisstjórnin sem leysti upp þingið og rak héraðsstjórnina á síðasta ári. Til nýrra þingkosninga var boðað og héldu aðskilnaðarsinnar meirihluta sínum á katalónska þinginu. Puigdemont leiddi næststærsta flokk aðskilnaðarsinna, JxCat. Vegna þess að Puigdemont óttaðist að vera handtekinn og stungið í fangelsi flúði hann ásamt nokkrum ráðherrum héraðsstjórnarinnar til Brussel á meðan þeir ráðherrar sem voru eftir í Katalóníu voru hnepptir í gæsluvarðhald. Í viðtali sínu við Catalunya Radio útilokaði Puigdemont að snúa aftur í bráð. „Það er ekki hægt að stýra úr fangelsi,“ sagði hann. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á dögunum algjörlega útilokað að leyfa Puigdemont að setjast aftur á forsetastól. Ef hann myndi sækja þingfundi í gegnum Skype eða sambærileg myndbandssímtalsforrit myndi spænska ríkið kæra katalónska þingið. Undir þetta tók Inigo Mendez de Vigo, ráðherra og talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. „Hann verður ekki forseti Katalóníu,“ sagði ráðherrann við Reuters í gær. Bætti de Vigo því við að ríkisstjórnin myndi umsvifalaust kæra skipan hans til dómstóla ef þingmenn kysu að útnefna „flóttamann í Brussel“ forseta héraðsins.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira