Gott að narta í súra hrútspunga eftir æfingu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2018 10:00 Geir Gunnar næringarfræðingur segir þorramatinn betri kost en amerískan skyndibita. Hollustugildið sé töluvert ef hófs er gætt. Visir/Hanna Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“ Þorrablót Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Þorri, fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu, hófst í gær og því fylgir framboð á þorramat í verslunum og veitingastöðum. Þorramatur er oftast matur lagður í mysu. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur segir súrsun hafa ýmsa kosti. „Það má vissulega segja að súrsunin auki ekki bara geymsluþolið því hún getur líka haft ákveðna hollustukosti m.a. að gera fæðuna auðmeltari og auk þess að taka upp hluta af næringarefnum mysunnar s.s. kalk og B2- og B5-vítamín,“segir Geir Gunnar. „Þó verður að taka fram að oft er maturinn sem súrsaður er ekkert sá hollasti sem við getum látið okkur í munn og mikið er af feitum dýraafurðum í þorrabakkanum,“ segir hann og segir gott að neyta hófs í þorramatnum þó að súrsunin geri hann síður en svo óhollan.Hvernig myndi næringarfræðingur „uppfæra“ þorramat miðað við þarfir nútímamanns? „Næringarfræðingar eiga bara ekkert að vera að uppfæra þorramatinn né færa hann nær nútímanum. Þetta er frábær íslenskur siður og mun betri en allt sullið sem kemur frá amerískum skyndibitakeðjum, og við neytum alltof mikið af. Nútímamaðurinn fer í mesta lagi á 1-2 þorrablót á ári og það er bara allt í lagi að leyfa sér þennan séríslenska sið. Það er mikilvægara fyrir nútímamanninn að forðast sykur, sætindi og gosdrykki sem flæða um allt í hans umhverfi. Gott þorrablót í góðra vina hópi er líka bara andleg næring og tenging okkar Íslendinga við gamlan tíma,“ segir Geir Gunnar.Er vit í því að vaxtaræktarfólk nýti sér þennan orkumikla og fituríka mat? „Já, það er alls ekki svo vitlaus hugmynd og ég held að alvöru íslenskur þorramatur gæti verið mun betri en mikið af því próteindufti og fæðubótarefnum sem vaxtarræktarfólk er að neyta til að auka vöðvavöxt. Má í þessu samhengi nefna súrsaða hrútspunga sem eru mjög próteinríkir eða um 20 g prótein í 100 g, frekar magrir og lágir í kolvetnum. Þetta er allt eitthvað sem vaxtarræktarfólk leitar að í sínum fæðubótarefnum. Það væri frábært að sjá íslenskt lyftingafólk kjamsa á súrum hrútspungum úr íslenskri sveit, eftir góða æfingu í stað þess að neyta innflutts próteinsdufts,“ segir Geir Gunnar. „Í þessu samhengi má nefna að hrútspungar voru bannaðir á Ólympíuleikunum til forna því þeir þóttu á við stera nútímans og auka afkastagetu íþróttamanna of mikið.“ Geir Gunnar segir að ef hann væri beðinn um að setja saman þorrabakka myndi hann fyrst og fremst huga að því að setja ekki of mikið af þorramat í bakkann. „Einnig verðum við að gæta að því að borða ekki of mikið af saltaða og reykta matnum eins og hangikjöti. Ef við viljum virkilega huga að heilsunni á annan hátt en með skammtastærðinni þá myndi þetta vera í bakkanum: Hrútspungar (próteinríkir), blóðmör (járnríkur), rófustappa (C-vítamínrík, grænmeti verður að vera í hverri máltíð), flatkaka með hangikjöti (frekar það en stórar sneiðar af hangikjöti), rengi (fitusýrur), sviðakjammi (því það er töff og mjög íslenskt að kjamsa á einum svoleiðis) og svo slútta á kæstum hákarli, þó ekki of mikið af brennivíninu.“
Þorrablót Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira