Maðurinn tilkynntur í fjórgang Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. janúar 2018 18:45 Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. Móðir drengs sem dvaldi á heimili sem maðurinn, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn börnum starfaði á, segist hafa tilkynnt hann til lögreglu í lok árs 2015. Hún segir son sinn hafa verið misnotaðan af manninum á skammtímaheimili á Laugarásveginum í kringum árið 2010. Þegar sonur hennar var orðinn nítján ára gamall og hafði glímt við mikla erfiðleika eftir brotin leitaði hún til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali greindi hún frá nafni mannsins, nafni sonar hennar og sagði manninn starfa fyrir barnavernd Reykjavíkur. Hún gat hins vegar ekki lagt fram kæru fyrir hönd sonarins þar sem hann var orðinn lögráða.Tilkynningar sendar árin 2002 og 2008 Þetta er tveimur árum eftir að annar einstaklingur kærði sama mann fyrir kynferðisbrot. Þau brot töldust fyrnd en móðir drengsins gerir athugasemdir við aðgerðarleysi þar sem nafn mannsins hafði áður ratað inn á borð lögreglunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þetta í fjórða sinn sem yfirvöld voru látin vita af manninum en tilkynningar voru sendar til barnaverndaryfirvalda árin 2002 og 2008. Honum var loks vikið frá störfum í síðustu viku vegna kæru sem var lögð fram í ágúst í fyrra. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segist líta málið mjög alvarlegum augum og mun leggja til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. Málið verður rætt á fundi velferðarráðs á morgun. Á sólarhringsstofnunum er yfirleitt einungis einn starfsmaður á vakt í um fjórar til fimm klukkustundir á hverri nóttu og segir Regína að fyrirkomulagið sé eitt af því sem þurfi að skoða. Málið var tekið upp í umræðum um störf Alþingis í dag og kallaði þingkona Vinstri Grænna að bundið yrði þannig um hnútana að börn í umsjá borgarinnar yrðu aldrei í kringum kærða einstaklinga. „Ef það er eitthvað sem þarf að laga í lagabókstafnum og lítur að því að útvíkka enn frekar heimildir til að opna sakaskrár þegar fólk er ráðið til starfa með börnum, þarf að laga það. Ef það er eitthvað sem þarf að gera til þess að minnka álag á lögreglufólk með því að auka loks fjárlög til lögreglunnar, þá þarf að gera það," sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi í dag. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. Móðir drengs sem dvaldi á heimili sem maðurinn, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn börnum starfaði á, segist hafa tilkynnt hann til lögreglu í lok árs 2015. Hún segir son sinn hafa verið misnotaðan af manninum á skammtímaheimili á Laugarásveginum í kringum árið 2010. Þegar sonur hennar var orðinn nítján ára gamall og hafði glímt við mikla erfiðleika eftir brotin leitaði hún til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali greindi hún frá nafni mannsins, nafni sonar hennar og sagði manninn starfa fyrir barnavernd Reykjavíkur. Hún gat hins vegar ekki lagt fram kæru fyrir hönd sonarins þar sem hann var orðinn lögráða.Tilkynningar sendar árin 2002 og 2008 Þetta er tveimur árum eftir að annar einstaklingur kærði sama mann fyrir kynferðisbrot. Þau brot töldust fyrnd en móðir drengsins gerir athugasemdir við aðgerðarleysi þar sem nafn mannsins hafði áður ratað inn á borð lögreglunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þetta í fjórða sinn sem yfirvöld voru látin vita af manninum en tilkynningar voru sendar til barnaverndaryfirvalda árin 2002 og 2008. Honum var loks vikið frá störfum í síðustu viku vegna kæru sem var lögð fram í ágúst í fyrra. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segist líta málið mjög alvarlegum augum og mun leggja til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. Málið verður rætt á fundi velferðarráðs á morgun. Á sólarhringsstofnunum er yfirleitt einungis einn starfsmaður á vakt í um fjórar til fimm klukkustundir á hverri nóttu og segir Regína að fyrirkomulagið sé eitt af því sem þurfi að skoða. Málið var tekið upp í umræðum um störf Alþingis í dag og kallaði þingkona Vinstri Grænna að bundið yrði þannig um hnútana að börn í umsjá borgarinnar yrðu aldrei í kringum kærða einstaklinga. „Ef það er eitthvað sem þarf að laga í lagabókstafnum og lítur að því að útvíkka enn frekar heimildir til að opna sakaskrár þegar fólk er ráðið til starfa með börnum, þarf að laga það. Ef það er eitthvað sem þarf að gera til þess að minnka álag á lögreglufólk með því að auka loks fjárlög til lögreglunnar, þá þarf að gera það," sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi í dag.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41
Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30