Óauglýst orðið eitt það vinsælasta í World Class: „Vil bara hafa fólk sem er tilbúið að leggja sig fram“ Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 11:30 Birkir Vagn Ómarsson, hefur skotist upp á stjörnuhiminn líkamsræktarþjálfara. Getur komið hverjum sem er í dúndurform. Vísir/Ernir Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður. Heilsa Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður.
Heilsa Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira