Glitnir greiðir tvo milljarða til ríkisins Hörður Ægisson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Daglegum rekstri Glitnis verður hætt um mánaðamótin. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Efnahagsmál Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Efnahagsmál Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira