Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 14:32 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, reyndi ítrekað að fá upplýsingar um stöðu málsins frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að kæran hafði verið lögð fram. Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46