Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 36-21 | Haukar skelltu í lás í seinni hálfleik Einar Sigurvinsson skrifar 30. janúar 2018 20:45 Berta Rut Harðardóttir skoraði átta mörk í dag vísir/anton Haukar unnu öruggan 15 marka sigur á Gróttu, 36-21, í Schenker-höllinni í kvöld. Haukar fara með sigrinum upp að hlið Vals í efsta sæti Olís-deildar kvenna, en bæði lið eru með 24 stig að loknum 15 umferðum. Það var ljóst að frá upphafi að leikurinn yrði erfiður fyrir Gróttu. Haukar höfðu einungis tapað tveimur leikjum á tímabilinu á meðan Grótta hafði unnið einn. Grótta byrjaði þó leikinn af miklum krafti og voru ívið sterkari aðilinn, fyrri hluta fyrri hálfleiksins. Það var ekki fyrr en á 18. mínútu sem Haukar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum, 9-8. Þá var ekki aftur snúið. Haukavörnin byrjaði að vinna gríðarlega vel og hafði Grótta fá svör. Staðan í hálfleik 16-12 fyrir Hauka og ljóst að síðari hálfleikurinn yrði erfiður fyrir gestina. Yfirburðir Hauka komu bersýnilega í ljós í síðari hálfleik. Haukar skoruðu fyrstu fjögur mörkin og áttu gestirnir í miklum vandræðum með að skapa sér færi. Það var ekki fyrr en fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik sem Grótta náði sínu fyrsta skoti á markið í hálfleiknum, en það var varið af Tinnu í marki heimamanna. Haukar spiluðu gríðarlega góða vörn og sókn, á meðan ekkert gekk hjá gestinum. Leiknum lauk með sanngjörnum 15 marka sigri Hauka, 36-21. Með sigrinum setja Haukar mikla pressu á topplið Vals sem tapaði fyrir ÍBV í kvöld. Liðin eru því jöfn að stigum á toppi deildarinnar.Af hverju unnu Haukar leikinn? Gæðamunurinn á liðinum var sláandi og kom bersýnilega í ljós í síðari hálfleik. Leikmenn Gróttu byrjuðu af miklum krafti en um leið og Haukar tóku forystuna, var sigurinn aldrei í hættu.Hverjar stóðu upp úr? Berta Rut var atkvæðamest í liði Hauka með 8 mörk. Næst á eftir henni kom Alexandra Líf með 5 mörk. Tinna Húnbjörg átti einnig mjög góðan leik á milli stanganna hjá Haukum, með 40 prósent markvörslu og 9 varin skot.Hvað gekk illa? Það var fátt sem gekk upp hjá liði Gróttu og liti þær út fyrir að vera einum færri nánast allan leikinn. Þeim gekk illa að skapa sér færi og enduðu allt of fáar sóknir með skoti.Hvað gerist næst? Næsta laugardag, 3. febrúar, taka Haukar á móti ÍBV. ÍBV vann topplið Vals í kvöld og má gera ráð fyrir hörkuleik í Hafnarfirðinum. Sama dag mætir Stjarnan út á Seltjarnarnes til Gróttu.Haukar: Berta Rut Harðardóttir 8, Alexandra Líf Arnarsdóttir 5, Karen Helga Díönudóttir 4, Maria Ines Silva Pereira 4, Vilborg Pétursdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Erla Eiríksdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2.Grótta: Emma Havin Sardardóttir 4, Savica Mrkik 4, Elva Björg Arnarsdóttir 4, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Katrín Viðarsdóttir 1.vísir/antonAlfreð: Seinni hálfleikurinn skrítinn „Seinni hálfleikurinn, þar sem við bíðum algjört afhroð eru mikil vonbrigði,“ sagði Alfreð Finnbogason, þjálfari Gróttu sem var að vonum vonsvikinn leikinn í kvöld. Grótta byrjaði leikinn af miklum krafti en náði ekki að halda í við sterkt lið Hauka. „Við byrjuðum leikinn bara fínt og fyrri hálfleikurinn að mörgu leiti mjög góður. Það var svekkjandi að vera fjórum mörkum undir, en mér fannst þetta góður hálfleikur og ég átti von á því að við myndum halda áfram.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld sér Alfreð batamerki á leik síns liðs. „Það er búinn að vera stígandi í þessu núna eftir áramót og fyrri hálfleikurinn var rökrétt framhald af því. Þess vegna finnst mér seinni hálfleikurinn svo skrítinn, af hverju við héldum ekki áfram.“ „Við vorum ragar og illa agaðar í sókninni. Þetta bara einhvern veginn rann algjörlega úr höndunum á okkur í síðari hálfleik,“ sagði svekktur Alfreð að lokum. vísir/antonElías: Mikill gæðamunur á liðunum„Ég er auðvitað bara mjög ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum í kvöld. Við erum búin að lenda í tveimur mjög jöfnum leikjum við Gróttu í vetur og við ætluðum okkur virkilega að sýna getumuninn á liðunum. Mér fannst það takast mjög vel,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, sem var að vonum sáttur eftir 15 marka sigur síns liðs í kvöld. „Eftir fyrsta korterið vorum við alveg með þær. Það var bara mikill gæðamunur á liðunum í dag.“ Sigur Hauka var í raun aldrei í hættu. Elías vill meina að liðsheildin hafi spilað stærstan þátt í sigrinum í kvöld. „Það er alveg sama hvernig ég hreyfi liðið, það kemur alltaf næsti maður inn. Allir leikmenn hjá okkur eru að skora. Þetta var bara liðssigur og ég er ánægðastur með það,“ sagði Elías að lokum, ánægður með sitt lið. Olís-deild kvenna
Haukar unnu öruggan 15 marka sigur á Gróttu, 36-21, í Schenker-höllinni í kvöld. Haukar fara með sigrinum upp að hlið Vals í efsta sæti Olís-deildar kvenna, en bæði lið eru með 24 stig að loknum 15 umferðum. Það var ljóst að frá upphafi að leikurinn yrði erfiður fyrir Gróttu. Haukar höfðu einungis tapað tveimur leikjum á tímabilinu á meðan Grótta hafði unnið einn. Grótta byrjaði þó leikinn af miklum krafti og voru ívið sterkari aðilinn, fyrri hluta fyrri hálfleiksins. Það var ekki fyrr en á 18. mínútu sem Haukar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum, 9-8. Þá var ekki aftur snúið. Haukavörnin byrjaði að vinna gríðarlega vel og hafði Grótta fá svör. Staðan í hálfleik 16-12 fyrir Hauka og ljóst að síðari hálfleikurinn yrði erfiður fyrir gestina. Yfirburðir Hauka komu bersýnilega í ljós í síðari hálfleik. Haukar skoruðu fyrstu fjögur mörkin og áttu gestirnir í miklum vandræðum með að skapa sér færi. Það var ekki fyrr en fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik sem Grótta náði sínu fyrsta skoti á markið í hálfleiknum, en það var varið af Tinnu í marki heimamanna. Haukar spiluðu gríðarlega góða vörn og sókn, á meðan ekkert gekk hjá gestinum. Leiknum lauk með sanngjörnum 15 marka sigri Hauka, 36-21. Með sigrinum setja Haukar mikla pressu á topplið Vals sem tapaði fyrir ÍBV í kvöld. Liðin eru því jöfn að stigum á toppi deildarinnar.Af hverju unnu Haukar leikinn? Gæðamunurinn á liðinum var sláandi og kom bersýnilega í ljós í síðari hálfleik. Leikmenn Gróttu byrjuðu af miklum krafti en um leið og Haukar tóku forystuna, var sigurinn aldrei í hættu.Hverjar stóðu upp úr? Berta Rut var atkvæðamest í liði Hauka með 8 mörk. Næst á eftir henni kom Alexandra Líf með 5 mörk. Tinna Húnbjörg átti einnig mjög góðan leik á milli stanganna hjá Haukum, með 40 prósent markvörslu og 9 varin skot.Hvað gekk illa? Það var fátt sem gekk upp hjá liði Gróttu og liti þær út fyrir að vera einum færri nánast allan leikinn. Þeim gekk illa að skapa sér færi og enduðu allt of fáar sóknir með skoti.Hvað gerist næst? Næsta laugardag, 3. febrúar, taka Haukar á móti ÍBV. ÍBV vann topplið Vals í kvöld og má gera ráð fyrir hörkuleik í Hafnarfirðinum. Sama dag mætir Stjarnan út á Seltjarnarnes til Gróttu.Haukar: Berta Rut Harðardóttir 8, Alexandra Líf Arnarsdóttir 5, Karen Helga Díönudóttir 4, Maria Ines Silva Pereira 4, Vilborg Pétursdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Erla Eiríksdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2.Grótta: Emma Havin Sardardóttir 4, Savica Mrkik 4, Elva Björg Arnarsdóttir 4, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Katrín Viðarsdóttir 1.vísir/antonAlfreð: Seinni hálfleikurinn skrítinn „Seinni hálfleikurinn, þar sem við bíðum algjört afhroð eru mikil vonbrigði,“ sagði Alfreð Finnbogason, þjálfari Gróttu sem var að vonum vonsvikinn leikinn í kvöld. Grótta byrjaði leikinn af miklum krafti en náði ekki að halda í við sterkt lið Hauka. „Við byrjuðum leikinn bara fínt og fyrri hálfleikurinn að mörgu leiti mjög góður. Það var svekkjandi að vera fjórum mörkum undir, en mér fannst þetta góður hálfleikur og ég átti von á því að við myndum halda áfram.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld sér Alfreð batamerki á leik síns liðs. „Það er búinn að vera stígandi í þessu núna eftir áramót og fyrri hálfleikurinn var rökrétt framhald af því. Þess vegna finnst mér seinni hálfleikurinn svo skrítinn, af hverju við héldum ekki áfram.“ „Við vorum ragar og illa agaðar í sókninni. Þetta bara einhvern veginn rann algjörlega úr höndunum á okkur í síðari hálfleik,“ sagði svekktur Alfreð að lokum. vísir/antonElías: Mikill gæðamunur á liðunum„Ég er auðvitað bara mjög ánægður með frammistöðuna hjá stelpunum í kvöld. Við erum búin að lenda í tveimur mjög jöfnum leikjum við Gróttu í vetur og við ætluðum okkur virkilega að sýna getumuninn á liðunum. Mér fannst það takast mjög vel,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, sem var að vonum sáttur eftir 15 marka sigur síns liðs í kvöld. „Eftir fyrsta korterið vorum við alveg með þær. Það var bara mikill gæðamunur á liðunum í dag.“ Sigur Hauka var í raun aldrei í hættu. Elías vill meina að liðsheildin hafi spilað stærstan þátt í sigrinum í kvöld. „Það er alveg sama hvernig ég hreyfi liðið, það kemur alltaf næsti maður inn. Allir leikmenn hjá okkur eru að skora. Þetta var bara liðssigur og ég er ánægðastur með það,“ sagði Elías að lokum, ánægður með sitt lið.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti