Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 11:07 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir forsvarsmenn Læknasamtaka landsins vera svikara. Vísir/AFP Yfirvöld Tyrklands hafa handtekið forsvarsmann Læknasamtaka Tyrklands og leiðtoga tíu annarra verkalýðsfélaga lækna eftir að Samtökin gagnrýndu í síðustu viku aðgerðir Tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. Minnst 300 Tyrkir hafa sömuleiðis verið handteknir fyrir að gagnrýna aðgerðirnar og yfirvöld Tyrklands á samfélagsmiðlum frá því sókn þeirra inn í Afrinhérað hófst fyrir tíu dögum. „Hver átök, hvert stríð, skapar líkamleg, sálræn og samfélagsleg heilbrigðisvandamál og veldur hörmungum. Nei geng stríði. Frið núna strax.“ Svo hljóðaði yfirlýsing Læknasamtaka Tyrklands. Í samtali við blaðamenn Reuters segir lögmaður Læknasamtaka Tyrklands að læknarnir séu sakaðir um „áróður til stuðnings hryðjuverkasamtökum“ og að „ögra almenningi“. Hann sagði þetta í fyrsta sinn sem forysta samtakanna væri handtekin eins og hún leggur sig.Eftir að læknasamtökin mótmæltu aðgerðunum sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, samtökin um landráð. Hann sagði læknana vera gengi þræla og þjóna heimsvaldastefnu. Þá sagði hann þá vera ógeðslega og að afstaða þeirra væri án heiðurs. Eftir að yfirlýsing samtakanna var gefin út sögðu Læknasamtökin að meðlimum þeirra hefði borist fjölda hótana úr öllum áttum. Samtökin Physicians for Human Rights fordæmdu ógnanirnar í kjölfarið. „Það lýsir slæmu ástandi í Tyrklandi að hópur lækna geti ekki sent frá sér friðsama yfirlýsingu án þess að vera hótað líkamsmeiðingum og fordæmdir af þjóðarhöfðingja Tyrklands. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að búa yfir frelsi til að tjá sig um ógnanir gegn heilsu fólks án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna. Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands hafa handtekið forsvarsmann Læknasamtaka Tyrklands og leiðtoga tíu annarra verkalýðsfélaga lækna eftir að Samtökin gagnrýndu í síðustu viku aðgerðir Tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. Minnst 300 Tyrkir hafa sömuleiðis verið handteknir fyrir að gagnrýna aðgerðirnar og yfirvöld Tyrklands á samfélagsmiðlum frá því sókn þeirra inn í Afrinhérað hófst fyrir tíu dögum. „Hver átök, hvert stríð, skapar líkamleg, sálræn og samfélagsleg heilbrigðisvandamál og veldur hörmungum. Nei geng stríði. Frið núna strax.“ Svo hljóðaði yfirlýsing Læknasamtaka Tyrklands. Í samtali við blaðamenn Reuters segir lögmaður Læknasamtaka Tyrklands að læknarnir séu sakaðir um „áróður til stuðnings hryðjuverkasamtökum“ og að „ögra almenningi“. Hann sagði þetta í fyrsta sinn sem forysta samtakanna væri handtekin eins og hún leggur sig.Eftir að læknasamtökin mótmæltu aðgerðunum sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, samtökin um landráð. Hann sagði læknana vera gengi þræla og þjóna heimsvaldastefnu. Þá sagði hann þá vera ógeðslega og að afstaða þeirra væri án heiðurs. Eftir að yfirlýsing samtakanna var gefin út sögðu Læknasamtökin að meðlimum þeirra hefði borist fjölda hótana úr öllum áttum. Samtökin Physicians for Human Rights fordæmdu ógnanirnar í kjölfarið. „Það lýsir slæmu ástandi í Tyrklandi að hópur lækna geti ekki sent frá sér friðsama yfirlýsingu án þess að vera hótað líkamsmeiðingum og fordæmdir af þjóðarhöfðingja Tyrklands. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að búa yfir frelsi til að tjá sig um ógnanir gegn heilsu fólks án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna.
Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00