Sekur um fjögurra milljóna fjárdrátt frá Þroskahjálp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 20:36 Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 61 árs gamlan karlmann fyrir að hafa dregið að sér fjórar milljónir króna af reikningum Þroskahjálpar á Suðurnesjum þegar hann var stjórnarmaður og prókúruhafi reikninga félagsins. Sex ár liðu frá því að málið var kært þar til ákæra var gefin út. Maðurinn dró að sér féð í alls 58 færslum, þar af í 48 færslum árið 2010 og 10 færslum árið 2011 til útborgunar í eigin þágu og fyrkritækis síns. Maðurinn millifærði féð í gegnum heimabanka, lét millifæra í banka eða ´tok út í reiðufé og lagði eða lét leggja millifærslurnar inn á eigin reikning eða inn á reikning þáverandi einkahlutafélags síns. Lægsta upphæðin sem maðurinn millifærði var 10 þúsund krónur og þær hæstu 200 þúsund krónur.Skilaði öllu Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og hefur maðurinn ekki áður verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi. Þá endurgreiddi maðurinn alla þá fjármuni sem hann hafði dregið að sér. Kvaðst hann iðrast mjög gjörða sinna. „Samkvæmt ofanrituðu liðu rúm 6 ár frá því kæra var lögð fram uns ákæra var gefin út, án þess að séð verði af gögnum málsins að frekari rannsóknargagna hafi verið aflað á þeim tíma. Af hálfu ákæruvaldsins hefur engin skýring verið gefin á þessum óhóflega drætti. Að þessu virtu þykir rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og binda hana skilyrðum svo sem nánar greinir í dómsorði,“ segir í dóminum.Samkvæmt dómi héraðsdóms verður ákvörðun refsingar hans frestar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. Hann þarf þó að greiða verjanda sínum 527 þúsund krónur í málskostnað auk 24.200 króna í ferðakostnað. Dómsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 61 árs gamlan karlmann fyrir að hafa dregið að sér fjórar milljónir króna af reikningum Þroskahjálpar á Suðurnesjum þegar hann var stjórnarmaður og prókúruhafi reikninga félagsins. Sex ár liðu frá því að málið var kært þar til ákæra var gefin út. Maðurinn dró að sér féð í alls 58 færslum, þar af í 48 færslum árið 2010 og 10 færslum árið 2011 til útborgunar í eigin þágu og fyrkritækis síns. Maðurinn millifærði féð í gegnum heimabanka, lét millifæra í banka eða ´tok út í reiðufé og lagði eða lét leggja millifærslurnar inn á eigin reikning eða inn á reikning þáverandi einkahlutafélags síns. Lægsta upphæðin sem maðurinn millifærði var 10 þúsund krónur og þær hæstu 200 þúsund krónur.Skilaði öllu Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og hefur maðurinn ekki áður verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi. Þá endurgreiddi maðurinn alla þá fjármuni sem hann hafði dregið að sér. Kvaðst hann iðrast mjög gjörða sinna. „Samkvæmt ofanrituðu liðu rúm 6 ár frá því kæra var lögð fram uns ákæra var gefin út, án þess að séð verði af gögnum málsins að frekari rannsóknargagna hafi verið aflað á þeim tíma. Af hálfu ákæruvaldsins hefur engin skýring verið gefin á þessum óhóflega drætti. Að þessu virtu þykir rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og binda hana skilyrðum svo sem nánar greinir í dómsorði,“ segir í dóminum.Samkvæmt dómi héraðsdóms verður ákvörðun refsingar hans frestar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. Hann þarf þó að greiða verjanda sínum 527 þúsund krónur í málskostnað auk 24.200 króna í ferðakostnað.
Dómsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent