Árni Steinn: Ég hugsaði ekki neitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2018 12:00 Stuðningsmenn Selfoss eru á leið í Höllina. Aftur. vísir/ernir Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær. Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni. „Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni. „Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“ Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar? „Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“ Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa? „Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn? „Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“Algjörlega ótrúlegar lokasekúndur í leik Þróttar R. og Selfoss í 8-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta. Selfoss skoraði sigurmarkið í 27-26 sigri á síðustu sekúndunni. pic.twitter.com/BLac1sazb8 — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 8, 2018 Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær. Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni. „Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni. „Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“ Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar? „Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“ Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa? „Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn? „Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“Algjörlega ótrúlegar lokasekúndur í leik Þróttar R. og Selfoss í 8-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta. Selfoss skoraði sigurmarkið í 27-26 sigri á síðustu sekúndunni. pic.twitter.com/BLac1sazb8 — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 8, 2018
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn