Árni Steinn: Ég hugsaði ekki neitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. febrúar 2018 12:00 Stuðningsmenn Selfoss eru á leið í Höllina. Aftur. vísir/ernir Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær. Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni. „Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni. „Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“ Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar? „Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“ Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa? „Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn? „Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“Algjörlega ótrúlegar lokasekúndur í leik Þróttar R. og Selfoss í 8-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta. Selfoss skoraði sigurmarkið í 27-26 sigri á síðustu sekúndunni. pic.twitter.com/BLac1sazb8 — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 8, 2018 Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Árni Steinn Steinþórsson var hetja Selfoss í gær er hann skoraði ævintýralegt sigurmark liðsins í bikarleiknum gegn Þrótti í Laugardalshöllinni í gær. Árni Steinn lét þá skot vaða yfir allan völlinn er leiktíminn var að renna út og hitti markið. Áhöld eru um hvort leiktíminn var liðinn en markið fékk að standa og Selfoss slapp með skrekkinn gegn liðinu sem er í fimmta sæti í Grill 66 deildinni. „Við vorum næstir því búnir að gera upp á hnakka í þessum leik en það slapp,“ segir Árni Steinn en tap fyrir Þrótti hefði verið afar neyðarlegt fyrir Selfyssinga sem eru í toppbaráttunni í Olís-deildinni. „Ég veit ekki hvað við vorum að gera í þessum leik. Þetta var hræðilegt frá a til ö. Við ætluðum að verja eitthvað að vera komnir í Höllina í stað þess að sækja sigurinn. Við duttum í pirring um leið og á móti blés.“ Selfyssingar komust með sigrinum í undanúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll. Bar þessi leikur þess merki að þeim líði ekki vel þar? „Við getum ekki sagt það. Þetta var vond general-prufa en við erum vonandi búnir að hrista af okkur skrekkinn núna.“ Eins og sjá má hér að neðan er sigurmarkið algerlega ótrúlegt. Hvað var Árni að hugsa? „Ég í raun og veru hugsaði ekki neitt. Þrumaði bara á markið og um leið og ég sleppti boltanum sá ég að markvörðurinn var í skógarferð. Ég var mjög feginn að sjá boltann fara inn. Ég vissi að leiktíminn var að klárast og brást bara við. Ég verð að segja að þetta hafi verið mitt flottasta mark á ferlinum enda var það líka mikilvægt,“ segir Árni Steinn en var tíminn liðinn er boltinn fór inn? „Ég held að bjallan sé aðeins á eftir klukkunni og því erfitt fyrir dómarana að meta þetta. Ég hefði samt verið brjálaður ef markið hefði verið dæmt af.“Algjörlega ótrúlegar lokasekúndur í leik Þróttar R. og Selfoss í 8-liða úrslitum CocaCola bikars karla í handbolta. Selfoss skoraði sigurmarkið í 27-26 sigri á síðustu sekúndunni. pic.twitter.com/BLac1sazb8 — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 8, 2018
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Fram skellti FH | Sjáðu lygilegt sigurmark Selfoss Fram gerði sér lítið fyrir og henti toppliði FH út úr Coca-Cola bikarnum þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld, en lokatölur 35-27 sigur gestana úr Safamýri. 8. febrúar 2018 21:32