35 Kínverjar fylgdust áhyggjufullir með rásandi jeppa á Suðurlandsvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2018 14:58 Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira
Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira