Umskurn drengja Bjarni Karlsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Nú er á döfinni þingsályktunartillaga sem miðar að því að banna siðvenju rúmlega helmings Bandaríkjamanna og árþúsundagamla hefð gyðinga og múslima o.fl. menningarheima; umskurn drengja. Siðurinn er okkur Íslendingum framandi og eitthvað við þetta sem auðveldlega vekur upp andúð hjá mörgum. Svo mikla raunar að lagt er til að umskorið barn skuli svipt allt að sex ára samveru með foreldrum sínum á meðan þau afpláni dóm. Eitt stærsta verkefni jarðarbúa næstu hundrað árin verður það að finna út úr þessu með fjölmenninguna. Hvernig eigum við að fara að því að vera hér öll á þessum litla viðkvæma hnetti án þess að eyðileggja mannlíf og náttúru? Hin nýja dagskrá Sameinuðu þjóðanna um sautján sjálfbær þróunarmarkmið, sem við Íslendingar erum aðilar að, fjallar ekki síst um fjölmenningarverkefnið. 36. klausa yfirlýsingarinnar hljóðar svona: „Við skuldbindum okkur til að hlúa að þvermenningarlegum skilningi, umburðarlyndi, gagnkvæmri virðingu og siðfræði sem byggir á vitund um hnattrænan þegnskap og deilda ábyrgð. Við viðurkennum náttúrulegan og menningarlegan fjölbreytileika heimsins og sjáum að allir menningarheimar geta stuðlað að og eru hver um sig ómissandi við að raungera sjálfbæra þróun.“ Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Nú er á döfinni þingsályktunartillaga sem miðar að því að banna siðvenju rúmlega helmings Bandaríkjamanna og árþúsundagamla hefð gyðinga og múslima o.fl. menningarheima; umskurn drengja. Siðurinn er okkur Íslendingum framandi og eitthvað við þetta sem auðveldlega vekur upp andúð hjá mörgum. Svo mikla raunar að lagt er til að umskorið barn skuli svipt allt að sex ára samveru með foreldrum sínum á meðan þau afpláni dóm. Eitt stærsta verkefni jarðarbúa næstu hundrað árin verður það að finna út úr þessu með fjölmenninguna. Hvernig eigum við að fara að því að vera hér öll á þessum litla viðkvæma hnetti án þess að eyðileggja mannlíf og náttúru? Hin nýja dagskrá Sameinuðu þjóðanna um sautján sjálfbær þróunarmarkmið, sem við Íslendingar erum aðilar að, fjallar ekki síst um fjölmenningarverkefnið. 36. klausa yfirlýsingarinnar hljóðar svona: „Við skuldbindum okkur til að hlúa að þvermenningarlegum skilningi, umburðarlyndi, gagnkvæmri virðingu og siðfræði sem byggir á vitund um hnattrænan þegnskap og deilda ábyrgð. Við viðurkennum náttúrulegan og menningarlegan fjölbreytileika heimsins og sjáum að allir menningarheimar geta stuðlað að og eru hver um sig ómissandi við að raungera sjálfbæra þróun.“ Væri ekki ráð, í stað þess að glæpavæða hérna heilu menningarheimana, að við efndum til samtals þar sem við fengjum að heyra ólíkar raddir og reynslu karlmanna í tengslum við umskurn? Fengjum að fræðast af gyðingum, múslimum, Bandaríkjamönnum o.fl. menningarheildum og reyndum að skilja hvað um er að ræða þegar umskurn er annars vegar. Hættan er nefnilega sú að þetta málefni verði bara farvegur fyrir meðvitaða og ómeðvitaða þörf okkar fyrir það að vera hreinni, upplýstari og betri en annað fólk. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.