Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 15:00 Óson í heiðhvolfinu ver yfirborð jarðar fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Alþjóðlegt samkomulag var gert á 9. áratugnum til þess að snúa við eyðingu þess af völdum manna. Vísir/Getty Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur. Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Hluti af ósonlagi jarðar virðast vera að eyðast þrátt fyrir árangur sem hefur náðst í að stoppa í gat yfir Suðurskautslandinu með alþjóðlegum aðgerðum. Orsakir eyðingarinnar liggja ekki fyrir en skammlíf ósoneyðandi efni og loftslagsbreytingar hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. Eyðingin á sér stað í neðarlega í heiðhvolfinu yfir lægri breiddargráðum þar sem meirihluti mannkyns býr. Alþjóðlegur hópur vísindamanna birti grein um þessar niðurstöður sínar í tímaritinu Atmospheric Chemistry and Physics í dag. „Við höfum greint óvæntan eyðingu í neðri hluta ósonlagsins í heiðhvolfinu og afleiðingar þessara niðurstaðna eru að þær vega upp á móti batanum í ósonlaginu sem við bjuggumst við að sjá,“ segir William Bal frá Veðureðlisfræðiathuganastöðinni í Davos í Sviss við Washington Post.Möguleg svörun við loftslagsbreytingumÞetta þýðir þó ekki að alþjóðlegar aðgerðir til að banna losun klórflúorkolefna sem eyða ósoni sem kveðið var á um í Montreal-sáttmálanum árið 1987 hafi ekki borið árangur. Gatið í ósonlaginu í efri lögum heiðhvolfsins yfir Suðurskautslandinu er að dragast saman þó að það muni taka áratugi að ná fyrri styrk. Sú eyðing sem nú mælist yfir lægri breiddargráðum er sögð tiltölulega lítil en óvænt. Ástæður hennar eru enn á huldu. „Nákvæm orsök þessarar þróunar er óþekkt en hún gæti tengst breytingar í hringrás lofts í heiðhvolfinu sem hefur mikil áhrif á hvernig óson dreifist,“ segir Ryan Hossaini, sérfræðingur í ósoni við Lancaster-háskóla í Bretlandi við Washington Post. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Loftslagsbreytingar gætu þannig óbeint valdið eyðingu ósonsins en þær hafa áhrif á loftstrauma í heiðhvolfinu.Nauðsynlegt að rannsaka orsakirnar hrattEinnig er talið mögulegt að klórefni sem lifa skamman tíma í lofthjúpnum og eru ekki bönnuð í Montreal-sáttmálanum geti átt þátt í eyðingunni. Slík efni eru notuð í ýmis konar iðnaði, þar á meðal í málningarhreinsi. Ólíklegt er þó talið að þessi efni séu í nægilega miklum styrk í lofthjúpnum til að þau séu meginorsök eyðingarinnar. Ball segir að nauðsynlegt sé að rannsaka skjótt hvort að það séu skammlífu ósóneyðandi efnin eða svörun við loftslagsbreytingum sem eru að verki. Eins þurfi að kanna hvort að líkönin sem hann og félagar hans notuðu gefi réttar niðurstöður. „Þessa stundina eru engar sannanir fyrir því hvað veldur en það eru nokkrar skynsamlegar tilgátur sem þarf að rannsaka,“ segir hann. Ósonlagið ver yfirborð jarðar fyrir orkuríkum útfjólubláum geislum sólarinnar sem eru skaðlegir fyrir lífverur.
Vísindi Tengdar fréttir Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47