Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 11:43 Skriða af völdum þiðnunar sífrera í Alaska. Bandarískir vísindamenn áætluðu magn kvikasilfurs í freðmýrum út frá kjarnasýnum þaðan. Vísir/AFP Sífrerinn á norðurskautinu bindur mikið magn kvikasilfurs sem getur losnað út í umhverfið með áframhaldandi hnattrænni hlýnun. Bandarískir vísindamenn telja að tvöfalt meira kvikasilfur leynist í sífreranum en í öllum öðrum jarðvegi, hafinu og lofthjúpnum til saman. Alls hafa þeir reiknað út að 121 milljón lítrar af kvikasilfri séu bundnir í sífreranum. Það jafngildir um fimmtíu sundlaugum í Ólympíustærð, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Vísindamenn hjá bandarískum alríkisstofnunum byggja útreikningana á kjarnasýnum úr freðmýrinni í Alaska. Sífrerinn er að þiðna með hlýnandi loftslagi jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þegar hefur verið varað við því að bráðnun sífrerans muni enn auka styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum því í honum er bundið gríðarlegt magn kolefnis.Gæti losnað út í hafið eða loftiðKvikasilfrið sem nú er varað við að geti losnað út í umhverfið er hættulegt heilsu manna en það virkar sem taugaeitur. Það hefur safnast saman í freðmýrum frá því á síðustu ísöld. Frumefnið binst lífrænum efnum um alla jörðina og losnar yfirleitt út í lofthjúpinn þegar plöntur deyja og rotna. Á norðurslóðum rotna plöntur hins vegar oft aðeins að hluta. Rætur þeirra verða eftir í frosnum jarðveginum og þannig hefur byggst upp mikill forði kvikasilfurs í sífreranum. „Eftir því sem sífrerinn þiðnar í framtíðinni mun hluti af þessu kvikasilfri losna út í umhverfið með óþekktum áhrifum á fólk og matarforða okkar,“ segir Kevin Schaefer, vísindamaður við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna við blaðið. Óljóst er hversu mikið magn kvikasilfurs gæti borist út í umhverfið og hvernig. Það veltur meðal annars á því að hversu miklu leyti sífrerinn þiðnar. Kvikasilfrinu gæti skolað út í Norður-Íshafið með ám, losnað út í andrúmsloftið eða jafnvel hvoru tveggja. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Sífrerinn á norðurskautinu bindur mikið magn kvikasilfurs sem getur losnað út í umhverfið með áframhaldandi hnattrænni hlýnun. Bandarískir vísindamenn telja að tvöfalt meira kvikasilfur leynist í sífreranum en í öllum öðrum jarðvegi, hafinu og lofthjúpnum til saman. Alls hafa þeir reiknað út að 121 milljón lítrar af kvikasilfri séu bundnir í sífreranum. Það jafngildir um fimmtíu sundlaugum í Ólympíustærð, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Vísindamenn hjá bandarískum alríkisstofnunum byggja útreikningana á kjarnasýnum úr freðmýrinni í Alaska. Sífrerinn er að þiðna með hlýnandi loftslagi jarðar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þegar hefur verið varað við því að bráðnun sífrerans muni enn auka styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum því í honum er bundið gríðarlegt magn kolefnis.Gæti losnað út í hafið eða loftiðKvikasilfrið sem nú er varað við að geti losnað út í umhverfið er hættulegt heilsu manna en það virkar sem taugaeitur. Það hefur safnast saman í freðmýrum frá því á síðustu ísöld. Frumefnið binst lífrænum efnum um alla jörðina og losnar yfirleitt út í lofthjúpinn þegar plöntur deyja og rotna. Á norðurslóðum rotna plöntur hins vegar oft aðeins að hluta. Rætur þeirra verða eftir í frosnum jarðveginum og þannig hefur byggst upp mikill forði kvikasilfurs í sífreranum. „Eftir því sem sífrerinn þiðnar í framtíðinni mun hluti af þessu kvikasilfri losna út í umhverfið með óþekktum áhrifum á fólk og matarforða okkar,“ segir Kevin Schaefer, vísindamaður við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna við blaðið. Óljóst er hversu mikið magn kvikasilfurs gæti borist út í umhverfið og hvernig. Það veltur meðal annars á því að hversu miklu leyti sífrerinn þiðnar. Kvikasilfrinu gæti skolað út í Norður-Íshafið með ám, losnað út í andrúmsloftið eða jafnvel hvoru tveggja.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45