Umferðarlagabrot gæti skekið dómskerfið á ný Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2018 08:00 Jón Kristinsson bauð íslenska dómskerfinu byrginn um miðjan níunda áratuginn. Í kjölfarið voru gerðar breytingar á réttarfarslöggjöfinni. Fréttablaðið/Gk Enda þótt umferðarlagabrot teljist alla jafna ekki til stórtíðinda, sýnir sagan að þau geti, ekki síður en stóru málin, orðið dómskerfinu skeinuhætt. Munnlegur málflutningur verður í Landsrétti í dag um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraði og áfrýjað hefur verið til dómsins. Arnfríður er einn fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af ráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd taldi hæfasta. Í ljósi nýlegra dómafordæma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þess efnis að ólögmæt skipun dómara geti brotið í bága við 6. gr. Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki loku fyrir það skotið að málið eigi fullt erindi til Strassborgar rétt eins og mál Jóns Kristinssonar forðum.Dómarinn ekki hlutlaus Árið 1985 var Jón Kristinsson dæmdur í héraði fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót á Akureyri, en hann hafði neitað að fallast á sáttarboð um greiðslu sektar. Jón fór með málið fyrir Hæstarétt og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar eð sami maður hefði haft afskipti af málinu bæði við rannsókn þess sem lögreglustjóri og svo sem dómari. Vildi Jón meina að þessi skipan stríddi gegn þeirri reglu að menn skuli dæmdir af óvilhöllum dómstól. Hæstiréttur varð ekki við kröfum Jóns og sakfelldi hann fyrir umferðarlagabrotið. Refsingin var samkvæmt dómsorði, 3.000 króna sekt. Jón fór með málið til Strassborgar á þeim grundvelli að íslensk dómstólaskipan bryti í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málinu lauk með sáttargerð Jóns og íslenska ríkisins en í kjölfar sáttarinnar var allri dómstólaskipan í héraði breytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði auk gagngerrar breytingar á réttarfarslöggjöf landsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og hvorki gefa upp hvort hann myndi kæra til Hæstaréttar, hafni Landsréttur kröfunni um að Arnfríður víki sæti, né svara því hvort fyrir honum vaki að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann lét þess þó getið í samtali við blaðamann að „í upphafi skyldi endinn skoða“. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Enda þótt umferðarlagabrot teljist alla jafna ekki til stórtíðinda, sýnir sagan að þau geti, ekki síður en stóru málin, orðið dómskerfinu skeinuhætt. Munnlegur málflutningur verður í Landsrétti í dag um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraði og áfrýjað hefur verið til dómsins. Arnfríður er einn fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af ráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd taldi hæfasta. Í ljósi nýlegra dómafordæma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þess efnis að ólögmæt skipun dómara geti brotið í bága við 6. gr. Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki loku fyrir það skotið að málið eigi fullt erindi til Strassborgar rétt eins og mál Jóns Kristinssonar forðum.Dómarinn ekki hlutlaus Árið 1985 var Jón Kristinsson dæmdur í héraði fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót á Akureyri, en hann hafði neitað að fallast á sáttarboð um greiðslu sektar. Jón fór með málið fyrir Hæstarétt og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar eð sami maður hefði haft afskipti af málinu bæði við rannsókn þess sem lögreglustjóri og svo sem dómari. Vildi Jón meina að þessi skipan stríddi gegn þeirri reglu að menn skuli dæmdir af óvilhöllum dómstól. Hæstiréttur varð ekki við kröfum Jóns og sakfelldi hann fyrir umferðarlagabrotið. Refsingin var samkvæmt dómsorði, 3.000 króna sekt. Jón fór með málið til Strassborgar á þeim grundvelli að íslensk dómstólaskipan bryti í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málinu lauk með sáttargerð Jóns og íslenska ríkisins en í kjölfar sáttarinnar var allri dómstólaskipan í héraði breytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði auk gagngerrar breytingar á réttarfarslöggjöf landsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og hvorki gefa upp hvort hann myndi kæra til Hæstaréttar, hafni Landsréttur kröfunni um að Arnfríður víki sæti, né svara því hvort fyrir honum vaki að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann lét þess þó getið í samtali við blaðamann að „í upphafi skyldi endinn skoða“.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03