Umferðarlagabrot gæti skekið dómskerfið á ný Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2018 08:00 Jón Kristinsson bauð íslenska dómskerfinu byrginn um miðjan níunda áratuginn. Í kjölfarið voru gerðar breytingar á réttarfarslöggjöfinni. Fréttablaðið/Gk Enda þótt umferðarlagabrot teljist alla jafna ekki til stórtíðinda, sýnir sagan að þau geti, ekki síður en stóru málin, orðið dómskerfinu skeinuhætt. Munnlegur málflutningur verður í Landsrétti í dag um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraði og áfrýjað hefur verið til dómsins. Arnfríður er einn fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af ráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd taldi hæfasta. Í ljósi nýlegra dómafordæma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þess efnis að ólögmæt skipun dómara geti brotið í bága við 6. gr. Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki loku fyrir það skotið að málið eigi fullt erindi til Strassborgar rétt eins og mál Jóns Kristinssonar forðum.Dómarinn ekki hlutlaus Árið 1985 var Jón Kristinsson dæmdur í héraði fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót á Akureyri, en hann hafði neitað að fallast á sáttarboð um greiðslu sektar. Jón fór með málið fyrir Hæstarétt og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar eð sami maður hefði haft afskipti af málinu bæði við rannsókn þess sem lögreglustjóri og svo sem dómari. Vildi Jón meina að þessi skipan stríddi gegn þeirri reglu að menn skuli dæmdir af óvilhöllum dómstól. Hæstiréttur varð ekki við kröfum Jóns og sakfelldi hann fyrir umferðarlagabrotið. Refsingin var samkvæmt dómsorði, 3.000 króna sekt. Jón fór með málið til Strassborgar á þeim grundvelli að íslensk dómstólaskipan bryti í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málinu lauk með sáttargerð Jóns og íslenska ríkisins en í kjölfar sáttarinnar var allri dómstólaskipan í héraði breytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði auk gagngerrar breytingar á réttarfarslöggjöf landsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og hvorki gefa upp hvort hann myndi kæra til Hæstaréttar, hafni Landsréttur kröfunni um að Arnfríður víki sæti, né svara því hvort fyrir honum vaki að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann lét þess þó getið í samtali við blaðamann að „í upphafi skyldi endinn skoða“. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Enda þótt umferðarlagabrot teljist alla jafna ekki til stórtíðinda, sýnir sagan að þau geti, ekki síður en stóru málin, orðið dómskerfinu skeinuhætt. Munnlegur málflutningur verður í Landsrétti í dag um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir dómari víki sæti vegna vanhæfis í máli manns sem sakfelldur var fyrir umferðarlagabrot í héraði og áfrýjað hefur verið til dómsins. Arnfríður er einn fjögurra dómara við réttinn sem skipaðir voru af ráðherra þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra sem hæfnisnefnd taldi hæfasta. Í ljósi nýlegra dómafordæma EFTA-dómstólsins og Evrópudómstólsins þess efnis að ólögmæt skipun dómara geti brotið í bága við 6. gr. Mannréttindadómstóls Evrópu er ekki loku fyrir það skotið að málið eigi fullt erindi til Strassborgar rétt eins og mál Jóns Kristinssonar forðum.Dómarinn ekki hlutlaus Árið 1985 var Jón Kristinsson dæmdur í héraði fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu við gatnamót á Akureyri, en hann hafði neitað að fallast á sáttarboð um greiðslu sektar. Jón fór með málið fyrir Hæstarétt og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur á þeim grundvelli að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar eð sami maður hefði haft afskipti af málinu bæði við rannsókn þess sem lögreglustjóri og svo sem dómari. Vildi Jón meina að þessi skipan stríddi gegn þeirri reglu að menn skuli dæmdir af óvilhöllum dómstól. Hæstiréttur varð ekki við kröfum Jóns og sakfelldi hann fyrir umferðarlagabrotið. Refsingin var samkvæmt dómsorði, 3.000 króna sekt. Jón fór með málið til Strassborgar á þeim grundvelli að íslensk dómstólaskipan bryti í bága við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Málinu lauk með sáttargerð Jóns og íslenska ríkisins en í kjölfar sáttarinnar var allri dómstólaskipan í héraði breytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði auk gagngerrar breytingar á réttarfarslöggjöf landsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og hvorki gefa upp hvort hann myndi kæra til Hæstaréttar, hafni Landsréttur kröfunni um að Arnfríður víki sæti, né svara því hvort fyrir honum vaki að fara með málið alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann lét þess þó getið í samtali við blaðamann að „í upphafi skyldi endinn skoða“.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03