Stokkurinn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn. En upphafning stokksins er algjör; stokkurinn er hjálpræðið eina. Stokkseyri verður vísast helgur staður í framtíðinni. Umræðan snýst um stokkinn sem aldrei fyrir, tommu fyrir tommu. Auðvitað á að setja Miklubrautina í stokk. Og Sundabrautina og Borgarlínuna. Vitaskuld á sem mest að fara í stokk; Landspítalinn og bölvað staðarvalið, Listaháskólinn og myglan. Við eigum líka að setja strætisvagnana drekkhlaðna af kanarífuglum (ég er ekki að tala um eldri borgara), salamöndrum og skógarköttum í sama stokkinn. Allt skal í stokk. Líka Esjan og Reykjavíkurflugvöllur – þessi stokkur getur verið neyðarbraut allra neyðarbrauta. Stjórnmálamennirnir, þeir sem ekkert geta gert án þess að hneyksla og misfara með vald eiga heima í sama stokki – þótt sjálfsagt kysu einhverjir – og jafnvel enn fleiri, gapastokk þeim til hauss og handa. Og hinir gargandi góðu eru nauðsynlegir – hinum til andlegrar leiðréttingar – í þessum margumtalaða stokki. Sem á ekki að vera flutningsleið á milli austurs og vesturs heldur lóðbein lína milli norðurs og niðurs; þráðbein renna til helvítis! Og vel að merkja einstefna því ekkert af ofangreindu viljum við upp aftur. Forstokkaðir sölumenn landsins geta þá líka grætt á þessum stokki heil ósköp af peningum, því það má bjóða, gegn háu gjaldi, útlendingum að gægjast þar ofan í og selja þeim þá hugmynd að nú hafi Íslendingar opnað nýtt hlið að helvíti – Hekla sé úr tísku – undir þessu sjónarspili má leika „Kveðju Lúsífers“ eftir Karlheinz Stockhausen. „Þangað liggur beinn og breiður vegur“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun
Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn. En upphafning stokksins er algjör; stokkurinn er hjálpræðið eina. Stokkseyri verður vísast helgur staður í framtíðinni. Umræðan snýst um stokkinn sem aldrei fyrir, tommu fyrir tommu. Auðvitað á að setja Miklubrautina í stokk. Og Sundabrautina og Borgarlínuna. Vitaskuld á sem mest að fara í stokk; Landspítalinn og bölvað staðarvalið, Listaháskólinn og myglan. Við eigum líka að setja strætisvagnana drekkhlaðna af kanarífuglum (ég er ekki að tala um eldri borgara), salamöndrum og skógarköttum í sama stokkinn. Allt skal í stokk. Líka Esjan og Reykjavíkurflugvöllur – þessi stokkur getur verið neyðarbraut allra neyðarbrauta. Stjórnmálamennirnir, þeir sem ekkert geta gert án þess að hneyksla og misfara með vald eiga heima í sama stokki – þótt sjálfsagt kysu einhverjir – og jafnvel enn fleiri, gapastokk þeim til hauss og handa. Og hinir gargandi góðu eru nauðsynlegir – hinum til andlegrar leiðréttingar – í þessum margumtalaða stokki. Sem á ekki að vera flutningsleið á milli austurs og vesturs heldur lóðbein lína milli norðurs og niðurs; þráðbein renna til helvítis! Og vel að merkja einstefna því ekkert af ofangreindu viljum við upp aftur. Forstokkaðir sölumenn landsins geta þá líka grætt á þessum stokki heil ósköp af peningum, því það má bjóða, gegn háu gjaldi, útlendingum að gægjast þar ofan í og selja þeim þá hugmynd að nú hafi Íslendingar opnað nýtt hlið að helvíti – Hekla sé úr tísku – undir þessu sjónarspili má leika „Kveðju Lúsífers“ eftir Karlheinz Stockhausen. „Þangað liggur beinn og breiður vegur“.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun