Börnin búa sig til brottfarar frá Bláa hnettinum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 20:13 "Við eigum eftir að sjá þessa krakka mjög víða í framtíðinni,“ segir höfundur sögunnar um ungu leikarana sem kveðja sviðið. Borgarleikhúsið Undanfarin tvö og hálft ár hefur glaðvær og samrýmdur barnahópur leikið listir sínar fyrir gesti Borgarleikhússins í leikritinu Bláa hnettinum. Senn líður að lokasýningu þessa ferðalags en sýningin hefur gengið með eindæmum vel og meira en þrjátíu þúsund manns hafa séð hana. Á meðan að sýningartímabilinu stóð hefur margt gerst í lífi barnanna; þau hafa flest vaxið nokkra sentímetra og nokkrir drengir eru komnir í mútur. „Það er stórkostlegt að horfa á þennan hóp. Hann er búinn að fá magnað uppheldi þarna í Borgarleikhúsinu. Þetta eru rosalegir talentar þarna,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, sem skrifaði Söguna af Bláa hnettinum fyrir nítján árum.Andri Snær segir að Sagan af Bláa hnettinum hafi verið sem barnið sitt.Visir/Anton BrinkTilfinningaþrungin kveðjusýning Andri Snær gat vart varist tárum á næstsíðustu sýningunni sem fór fram í dag, 4. febrúar, því hún markaði kveðjustund annarrar aðalleikkvenna Bláa hnattarins, Iðunnar Aspar Hlynsdóttur, en henni vöknaði um augu þegar gestir sýningarinnar klöppuðu ákaft fyrir leikhópnum. Andri segir að þetta sé vísir að lokasýningunni og að áhorfendur hennar megi búast við miklum tilfinningum. „Næsta sunnudag kveður allur hópurinn. Þau eru búin að búa á þessum hnetti í tvö og hálft ár. Þetta er orðið svo mikið samfélag. Þetta er mjög náinn og flottur vinahópur,“ segir Andri Snær.Sagan af Bláa hnettinum verður tvítug á næsta ári Í samtali við Andra Snæ rifjaðist það upp fyrir blaðamanni að hafa verið á meðal grunnskólabarna í Lundarskóla á Akureyri og notið upplestrar sjálfs höfundarins á Sögunni af Bláa hnettinum árið 1999. Þau nítján ár sem hafa liðið frá útgáfu bókarinnar hafa verið viðburðarík í lífi Andra Snæs en á þeim tíma hefur hann skipað sér á bekk með fremstu rithöfundum á Íslandi og Sagan af bláa hnettinum hefur að því er virðist öðlast sjálfstætt líf. „Hún er búin að vera eins og fimmta barnið. Aðeins yngri en elsta barnið mitt en hún hefur alltaf tekið drjúgan tíma.“ Sagan af Bláa hnettinum kom sem fyrr segir út árið 1999 og hefur síðan þá farið sigurför um heiminn og í raun sér ekki enn fyrir endann á. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin og Janusz Korczak verðlaunin auk þess sem hún hefur verið þýdd á 32 tungumál. Þá hefur Blái hnötturinn víða verið settur á svið. Leikrit byggt á bókinni var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2000 og í kjölfarið í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi og Berlín. Nú um mundir standa yfir sýningar í Ungverjalandi og í þjóðleikhúsinu í Grikklandi. Mikil vinátta ríkir innan leikhópsins í Bláa hnettinum.borgarleikhúsiðBók sem verði endurprentuð í tvö hundruð árErtu ekkert hissa á þessu sjálfstæða lífi bókarinnar? „Nei, ég setti mér þetta markmið,“ segir Andri Snær og skellir hressilega upp úr. „Inni í umsókninni um starfslaun fyrir 1998 sagðist ég vera að skrifa barnabók sem yrði endurprentuð í tvö hundruð ár. Ég hafði bara mjög mikla trú á hugmyndinni. Það hljómar eins og ég sé montrass en á móti kemur að maður gerir kröfur til sjálfs sín um, ekki bara klára að skrifa allar þessar blaðsíður, heldur í rauninni að skrifa blaðsíðurnar eins oft og þurfa þykir, sama hversu sársaukafullt það er að henda út og setja annað inn.“ Velgengni bókarinnar þyrfti þó að halda áfram í rúm hundrað og áttatíu ár til viðbótar til að Andri Snær geti staðið við stóru orðin í umsókn sinni um starfslaun. „Ég var heilt ár að hugsa hana, heilt ár að skrifa hana og meira en hálft ár að lagfæra hana,“ segir Andri Snær sem setti blóð, svita og tár í verkefnið. „Mér finnst það alltaf tregablandið þegar sýningar hætta. Það er alltaf svo skrýtin tilfinning,“ segir Andri Snær um tímamótin í Borgarleikhúsinu. Hann sér fyrir sér að leikstjörnurnar ungu líti um öxl þegar þau hafa vaxið úr grasi og minnist leiksins í Bláa hnettinum sem tímapunktinum þar sem stefna þeirra í lífinu breyttist og skerptist. „Við eigum eftir að sjá þessa krakka mjög víða í framtíðinni,“ segir Andri Snær sem er djúpt snortinn af hæfileikum leikhópsins. Menning Tengdar fréttir Blái hnötturinn fer sigurför um heiminn Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er í mikilli útrás og verður sett á svið í Danmörku og í Póllandi. 8. maí 2014 09:00 Blái hnötturinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu Sýningin er í nýrri leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar. 25. september 2016 17:43 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Undanfarin tvö og hálft ár hefur glaðvær og samrýmdur barnahópur leikið listir sínar fyrir gesti Borgarleikhússins í leikritinu Bláa hnettinum. Senn líður að lokasýningu þessa ferðalags en sýningin hefur gengið með eindæmum vel og meira en þrjátíu þúsund manns hafa séð hana. Á meðan að sýningartímabilinu stóð hefur margt gerst í lífi barnanna; þau hafa flest vaxið nokkra sentímetra og nokkrir drengir eru komnir í mútur. „Það er stórkostlegt að horfa á þennan hóp. Hann er búinn að fá magnað uppheldi þarna í Borgarleikhúsinu. Þetta eru rosalegir talentar þarna,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur, sem skrifaði Söguna af Bláa hnettinum fyrir nítján árum.Andri Snær segir að Sagan af Bláa hnettinum hafi verið sem barnið sitt.Visir/Anton BrinkTilfinningaþrungin kveðjusýning Andri Snær gat vart varist tárum á næstsíðustu sýningunni sem fór fram í dag, 4. febrúar, því hún markaði kveðjustund annarrar aðalleikkvenna Bláa hnattarins, Iðunnar Aspar Hlynsdóttur, en henni vöknaði um augu þegar gestir sýningarinnar klöppuðu ákaft fyrir leikhópnum. Andri segir að þetta sé vísir að lokasýningunni og að áhorfendur hennar megi búast við miklum tilfinningum. „Næsta sunnudag kveður allur hópurinn. Þau eru búin að búa á þessum hnetti í tvö og hálft ár. Þetta er orðið svo mikið samfélag. Þetta er mjög náinn og flottur vinahópur,“ segir Andri Snær.Sagan af Bláa hnettinum verður tvítug á næsta ári Í samtali við Andra Snæ rifjaðist það upp fyrir blaðamanni að hafa verið á meðal grunnskólabarna í Lundarskóla á Akureyri og notið upplestrar sjálfs höfundarins á Sögunni af Bláa hnettinum árið 1999. Þau nítján ár sem hafa liðið frá útgáfu bókarinnar hafa verið viðburðarík í lífi Andra Snæs en á þeim tíma hefur hann skipað sér á bekk með fremstu rithöfundum á Íslandi og Sagan af bláa hnettinum hefur að því er virðist öðlast sjálfstætt líf. „Hún er búin að vera eins og fimmta barnið. Aðeins yngri en elsta barnið mitt en hún hefur alltaf tekið drjúgan tíma.“ Sagan af Bláa hnettinum kom sem fyrr segir út árið 1999 og hefur síðan þá farið sigurför um heiminn og í raun sér ekki enn fyrir endann á. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin og Janusz Korczak verðlaunin auk þess sem hún hefur verið þýdd á 32 tungumál. Þá hefur Blái hnötturinn víða verið settur á svið. Leikrit byggt á bókinni var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2000 og í kjölfarið í Toronto, Lahti og Vasa í Finnlandi og Berlín. Nú um mundir standa yfir sýningar í Ungverjalandi og í þjóðleikhúsinu í Grikklandi. Mikil vinátta ríkir innan leikhópsins í Bláa hnettinum.borgarleikhúsiðBók sem verði endurprentuð í tvö hundruð árErtu ekkert hissa á þessu sjálfstæða lífi bókarinnar? „Nei, ég setti mér þetta markmið,“ segir Andri Snær og skellir hressilega upp úr. „Inni í umsókninni um starfslaun fyrir 1998 sagðist ég vera að skrifa barnabók sem yrði endurprentuð í tvö hundruð ár. Ég hafði bara mjög mikla trú á hugmyndinni. Það hljómar eins og ég sé montrass en á móti kemur að maður gerir kröfur til sjálfs sín um, ekki bara klára að skrifa allar þessar blaðsíður, heldur í rauninni að skrifa blaðsíðurnar eins oft og þurfa þykir, sama hversu sársaukafullt það er að henda út og setja annað inn.“ Velgengni bókarinnar þyrfti þó að halda áfram í rúm hundrað og áttatíu ár til viðbótar til að Andri Snær geti staðið við stóru orðin í umsókn sinni um starfslaun. „Ég var heilt ár að hugsa hana, heilt ár að skrifa hana og meira en hálft ár að lagfæra hana,“ segir Andri Snær sem setti blóð, svita og tár í verkefnið. „Mér finnst það alltaf tregablandið þegar sýningar hætta. Það er alltaf svo skrýtin tilfinning,“ segir Andri Snær um tímamótin í Borgarleikhúsinu. Hann sér fyrir sér að leikstjörnurnar ungu líti um öxl þegar þau hafa vaxið úr grasi og minnist leiksins í Bláa hnettinum sem tímapunktinum þar sem stefna þeirra í lífinu breyttist og skerptist. „Við eigum eftir að sjá þessa krakka mjög víða í framtíðinni,“ segir Andri Snær sem er djúpt snortinn af hæfileikum leikhópsins.
Menning Tengdar fréttir Blái hnötturinn fer sigurför um heiminn Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er í mikilli útrás og verður sett á svið í Danmörku og í Póllandi. 8. maí 2014 09:00 Blái hnötturinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu Sýningin er í nýrri leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar. 25. september 2016 17:43 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Blái hnötturinn fer sigurför um heiminn Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er í mikilli útrás og verður sett á svið í Danmörku og í Póllandi. 8. maí 2014 09:00
Blái hnötturinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu Sýningin er í nýrri leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar. 25. september 2016 17:43