Bleikir samfestingar og kúrekastígvél Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2018 09:45 Glamour/Getty Á síðustu árum hafa vinsældir Ganni vaxið gríðarlega. Ganni er ekki lengur litla danska fatamerkið, heldur orðið alþjóðlegt sem flestir í tískuheiminum þekkja. Vetrarlína þeirra fyrir 2018 vakti mikla lukku í gær, enda ekki skrítið. Ganni er litríkt, töff og eigulegt, ef svo má að orði komast. Bleikir samfestingar, rauðar smekkbuxur, síðir silkikjólar og kúrekastígvél einnkenndu vetrarlínu merkisins. Prjónapeysurnar þeirra eru ennþá mjög áberandi,og þá sérstaklega í skærbleikum lit við gallabuxur. Skórnir að þessu sinni eru svört og hvít kúrekastígvél, strigaskór eða gönguskór. Stíliseringin var mjög góð, og voru gönguskórnir helst settir við síða blómakjóla. Vinsældir Ganni munu ekki dvína við þessa línu, heldur munu fleiri aðdáendur bætast við. Mest lesið „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Látum vaða í upphá stígvél Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Döðlur gefa ungu og efnilegu fólki sviðið Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Alicia Keys kom fram án förðunar á flokksþingi demókrata Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour
Á síðustu árum hafa vinsældir Ganni vaxið gríðarlega. Ganni er ekki lengur litla danska fatamerkið, heldur orðið alþjóðlegt sem flestir í tískuheiminum þekkja. Vetrarlína þeirra fyrir 2018 vakti mikla lukku í gær, enda ekki skrítið. Ganni er litríkt, töff og eigulegt, ef svo má að orði komast. Bleikir samfestingar, rauðar smekkbuxur, síðir silkikjólar og kúrekastígvél einnkenndu vetrarlínu merkisins. Prjónapeysurnar þeirra eru ennþá mjög áberandi,og þá sérstaklega í skærbleikum lit við gallabuxur. Skórnir að þessu sinni eru svört og hvít kúrekastígvél, strigaskór eða gönguskór. Stíliseringin var mjög góð, og voru gönguskórnir helst settir við síða blómakjóla. Vinsældir Ganni munu ekki dvína við þessa línu, heldur munu fleiri aðdáendur bætast við.
Mest lesið „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Látum vaða í upphá stígvél Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Döðlur gefa ungu og efnilegu fólki sviðið Glamour 21 árs breytir húðslitum í listaverk Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Alicia Keys kom fram án förðunar á flokksþingi demókrata Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour