Nissan hefur selt 3.000.000 Qashqai Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 14:50 Nissan Qashqai númer 3.000.000. Á þeim tíu árum sem sportjeppinn Nissan Qashqai hefur verið á markaði í Evrópu hafa þrjár milljónir slíkra bíla verið framleiddar í verksmiðjunni í Sunderland í Bretlandi samkvæmt uppgjöri fyrir árið 2017. Síðasta ár var einstaklega gifturíkt fyrir Qashqai sem hefur verið mest seldi sportjeppinn í Evrópu allar götur frá því að hann kom á markað 2007, enda unnið til meira en áttatíu verðlauna, þar af í nítján löndum sem bíll ársins. Verksmiðja Nissan í Sunderland framleiddi 762.574 bíla á árinu, bæði fyrir Nissan og Datsun og átti Qashqai stærstan þátt í framleiðslumetinu en alls runnu 265.520 eintök af sportjeppanum af færibandinu. Þannig fóru 3,8% fleiri bílar í heild á markaði frá Sunderland á síðasta ári og 1,2% fleiri Qashqai og var markaðshlutdeild Nissan í Evrópu 3,7% á árinu. Einkum var árangur Nissan góður á Spáni þar sem salan jókst um 9,4% og í Rússlandi þar sem salan jókst um 12,4%. Einnig bætti Frakklandsmarkaður við sig þremur prósentustigum og hefur sala Nissan í Frakklandi aldrei verið meiri en um þessar mundir. Paul Willcox, forstjóri Nissan Europe, fagnar góðu gengi fyrirtækisins og Qashqai í Evrópu og bindur miklar vonir við yfirstandandi ár, ekki síst vegna nýrrar kynslóðar Leaf, en að jafnaði berast Nissan sex pantanir í nýja bílinn á hverri einustu klukkustund í Evrópu. Willcox á von á því að Nissan Europe setji nýtt sölumet á þessu ári og að alls fari heildarsalan í 20,2 milljónir bíla, að Rússlandsmarkaði meðtöldum. Hjá Nissan í Sunderland starfa um sjö þúsund manns við framleiðslu á Qashqai, Juke og Leaf auk Infiniti Q30 og QX30, en einn af hverjum þremur bílum sem framleiddir eru í Bretlandi er frá Nissan. Um 80% framleiðslunnar í Sunderland fer á erlenda markaði í 130 löndum. Auk starfsstöðvar í Sunderland vinna 65 manns í hönnunarstöð Nissan í Paddington í Lundúnum, um eitt þúsund manns hjá tæknimiðstöð fyrirtækisins í Cranfield og um 190 manns við sölu- og markaðsmál í Rickmansworth. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent
Á þeim tíu árum sem sportjeppinn Nissan Qashqai hefur verið á markaði í Evrópu hafa þrjár milljónir slíkra bíla verið framleiddar í verksmiðjunni í Sunderland í Bretlandi samkvæmt uppgjöri fyrir árið 2017. Síðasta ár var einstaklega gifturíkt fyrir Qashqai sem hefur verið mest seldi sportjeppinn í Evrópu allar götur frá því að hann kom á markað 2007, enda unnið til meira en áttatíu verðlauna, þar af í nítján löndum sem bíll ársins. Verksmiðja Nissan í Sunderland framleiddi 762.574 bíla á árinu, bæði fyrir Nissan og Datsun og átti Qashqai stærstan þátt í framleiðslumetinu en alls runnu 265.520 eintök af sportjeppanum af færibandinu. Þannig fóru 3,8% fleiri bílar í heild á markaði frá Sunderland á síðasta ári og 1,2% fleiri Qashqai og var markaðshlutdeild Nissan í Evrópu 3,7% á árinu. Einkum var árangur Nissan góður á Spáni þar sem salan jókst um 9,4% og í Rússlandi þar sem salan jókst um 12,4%. Einnig bætti Frakklandsmarkaður við sig þremur prósentustigum og hefur sala Nissan í Frakklandi aldrei verið meiri en um þessar mundir. Paul Willcox, forstjóri Nissan Europe, fagnar góðu gengi fyrirtækisins og Qashqai í Evrópu og bindur miklar vonir við yfirstandandi ár, ekki síst vegna nýrrar kynslóðar Leaf, en að jafnaði berast Nissan sex pantanir í nýja bílinn á hverri einustu klukkustund í Evrópu. Willcox á von á því að Nissan Europe setji nýtt sölumet á þessu ári og að alls fari heildarsalan í 20,2 milljónir bíla, að Rússlandsmarkaði meðtöldum. Hjá Nissan í Sunderland starfa um sjö þúsund manns við framleiðslu á Qashqai, Juke og Leaf auk Infiniti Q30 og QX30, en einn af hverjum þremur bílum sem framleiddir eru í Bretlandi er frá Nissan. Um 80% framleiðslunnar í Sunderland fer á erlenda markaði í 130 löndum. Auk starfsstöðvar í Sunderland vinna 65 manns í hönnunarstöð Nissan í Paddington í Lundúnum, um eitt þúsund manns hjá tæknimiðstöð fyrirtækisins í Cranfield og um 190 manns við sölu- og markaðsmál í Rickmansworth.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent