Þarf að húðflúra andlit þjálfarans á sig ef liðið þeirra vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Chris Long. Vísir/Getty NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018 Húðflúr NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018
Húðflúr NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti