Þarf að húðflúra andlit þjálfarans á sig ef liðið þeirra vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Chris Long. Vísir/Getty NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018 Húðflúr NFL Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018
Húðflúr NFL Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira