Harley Davidson lokar verksmiðju vegna lélegrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2018 11:18 Harley Davidson V-Rod. Bandaríski mótorhjólaframleiðandinni Harley Davidson ætlar að loka verksmiðju sinni í Kansas og munu tapast við það 800 störf. Endanleg lokun verksmiðjunnar verður um haustið á næsta ári. Framleiðsla sú sem fer nú fram í verksmiðjunni í Kansas mun flytja í aðra verksmiðju Harley Davidson í New York ríki og skapast við það 450 ný störf. Sala Harley Davidson mótorhjóla hefur fallið öll síðustu 4 ár og minnkaði um 6,7% í fyrra og búist er við 4,9% samdrætti í ár. Hagnaður af rekstri Harley Davidson féll í 1,04 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og er fallið skart ef miðað er við hagnað á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. Í Kansas hafa verið framleidd hjólin Dyna, Sportster og VRSC og vélarsmíði í V-Rod hjól Harley Davidson. Verksmiðjan í Kansas opnaði árið 1988 og er ein af fjórum verksmiðjum Harley Davidson í Bandaríkjunum. Harley er einnig með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi. Harley ætlar að snúa aftur við blaðinu með tilkomu rafmagnsmótorhjólsins LiveWire og á það að koma á markað eftir 18 mánuði. Vandi Harley Davidson er ekki síst tilkominn vegna hás gengis dollarans og erlendir mótorhjólaframleiðendur hafa því étið hressilega af markaði Harley á undanförnum árum. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent
Bandaríski mótorhjólaframleiðandinni Harley Davidson ætlar að loka verksmiðju sinni í Kansas og munu tapast við það 800 störf. Endanleg lokun verksmiðjunnar verður um haustið á næsta ári. Framleiðsla sú sem fer nú fram í verksmiðjunni í Kansas mun flytja í aðra verksmiðju Harley Davidson í New York ríki og skapast við það 450 ný störf. Sala Harley Davidson mótorhjóla hefur fallið öll síðustu 4 ár og minnkaði um 6,7% í fyrra og búist er við 4,9% samdrætti í ár. Hagnaður af rekstri Harley Davidson féll í 1,04 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og er fallið skart ef miðað er við hagnað á sama ársfjórðungi árið 2016 þegar hann nam 5,9 milljörðum króna. Í Kansas hafa verið framleidd hjólin Dyna, Sportster og VRSC og vélarsmíði í V-Rod hjól Harley Davidson. Verksmiðjan í Kansas opnaði árið 1988 og er ein af fjórum verksmiðjum Harley Davidson í Bandaríkjunum. Harley er einnig með verksmiðjur í Ástralíu, Brasilíu, Indlandi og Tælandi. Harley ætlar að snúa aftur við blaðinu með tilkomu rafmagnsmótorhjólsins LiveWire og á það að koma á markað eftir 18 mánuði. Vandi Harley Davidson er ekki síst tilkominn vegna hás gengis dollarans og erlendir mótorhjólaframleiðendur hafa því étið hressilega af markaði Harley á undanförnum árum.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent