Boðsferð bæjarfulltrúa með Samherja ýmist fráleit hugmynd eða ókurteisi að þiggja ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2018 10:54 Skipin heita Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105, sem sjá má á myndinni. Samherji Tveir oddvitar í bæjarstjórn Akureyrar þáðu boð Samherja og dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union um þriggja daga ferð til Þýskalands fyrr í mánuðinum. Oddviti VG í bæjarstjórninni óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar í kjölfar ákvörðunar þeirra að þiggja ferðina. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarlistans, fóru með í ferðina þar sem tveimur nýjum skipum Samherja voru gefin nöfn. Flogið var í beinu leiguflugi frá Akureyri til Cuxhaven í Þýskalandi. Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingar lýstu yfir stuðningi við þá sem fóru á meðan Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, og Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar, afþökkuðu boðið.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Akureyrarbær„Mér þótti fráleitt að þiggja svona boð,“ sagði Sóley í framsögu sinni um málið á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. „Þetta boð fengum við aðeins í krafti stöðu okkar. Við höfum völd í þessum bæ og völd sem þarf að beita.“ Vísaði hún í 8. grein siðareglna sem væru vissulega opin fyrir túlkun. „Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Akureyrarkaupstaðar eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum bæjarstjórnar eða nefnda.“Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.AkureyrarbærGunnar Gíslason sagði í svari sínu á fundinum að hann hefði engra persónulegra hagsmuna að gæta af ferðinni. Teldi hann ekki að boðsferðin heyrði undir siðareglurnar. Hagsmunir Akureyrarbæjar og íbúanna héldust í hendur við gengi fyrirtækjanna og milljarðaverkefninu sem nýju skipin tvö væru. Matthias Rögnvaldsson sagðist hafa fengið stuðning frá bæði bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara í ferðina. „Ég gat bara ekki hugsað mér að segja nei. Mér hefði fundist það móðgun. Mér hefði fundist það ókurteisi af minni hálfu,“ sagði Matthías. Eðlilegt væri að a.m.k. tveir bæjarfulltrúar færu og minnti á að verkefnið væri upp á 12 milljarða. Þá hefði verið keypt þjónusta í tengslum við verkefnið fyrir 1,5 milljarð króna. „Mér finnst voðalega slæmt ef einhverjum finnst ég vera óheiðarlegur. Ég hef lagt mig fram að vera heiðarlegur og lagt mig fram við það í bæjarstjórn sem annars staðar.“Fjallað var ítarlega um heimsóknina á heimasíðu Samherja en um er að ræða fyrstu nýsmíði skipa Samherja í Þýskalandi. Samherji er næststærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir HB Granda.Fund bæjarstjórnar frá 23. janúar þar sem siðareglurnar voru til umræðu má sjá hér að neðan. Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Tveir oddvitar í bæjarstjórn Akureyrar þáðu boð Samherja og dótturfyrirtækisins Deutsche Fischfang Union um þriggja daga ferð til Þýskalands fyrr í mánuðinum. Oddviti VG í bæjarstjórninni óskaði eftir umræðu um siðareglur kjörinna fulltrúa á síðasta fundi bæjarstjórnar í kjölfar ákvörðunar þeirra að þiggja ferðina. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Bæjarlistans, fóru með í ferðina þar sem tveimur nýjum skipum Samherja voru gefin nöfn. Flogið var í beinu leiguflugi frá Akureyri til Cuxhaven í Þýskalandi. Oddvitar Framsóknarflokksins og Samfylkingar lýstu yfir stuðningi við þá sem fóru á meðan Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG, og Preben Jón Pétursson, oddviti Bjartrar framtíðar, afþökkuðu boðið.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Akureyrarbær„Mér þótti fráleitt að þiggja svona boð,“ sagði Sóley í framsögu sinni um málið á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar. „Þetta boð fengum við aðeins í krafti stöðu okkar. Við höfum völd í þessum bæ og völd sem þarf að beita.“ Vísaði hún í 8. grein siðareglna sem væru vissulega opin fyrir túlkun. „Kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjafir, fríðindi eða annan viðurgjörning frá íbúum og viðskiptavinum Akureyrarkaupstaðar eða þeim er leita eftir verkefnum eða þjónustu bæjarins þannig að túlka megi sem persónulega þóknun fyrir ákvarðanir á vegum bæjarstjórnar eða nefnda.“Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar.AkureyrarbærGunnar Gíslason sagði í svari sínu á fundinum að hann hefði engra persónulegra hagsmuna að gæta af ferðinni. Teldi hann ekki að boðsferðin heyrði undir siðareglurnar. Hagsmunir Akureyrarbæjar og íbúanna héldust í hendur við gengi fyrirtækjanna og milljarðaverkefninu sem nýju skipin tvö væru. Matthias Rögnvaldsson sagðist hafa fengið stuðning frá bæði bæjarstjóra og bæjarlögmanni að fara í ferðina. „Ég gat bara ekki hugsað mér að segja nei. Mér hefði fundist það móðgun. Mér hefði fundist það ókurteisi af minni hálfu,“ sagði Matthías. Eðlilegt væri að a.m.k. tveir bæjarfulltrúar færu og minnti á að verkefnið væri upp á 12 milljarða. Þá hefði verið keypt þjónusta í tengslum við verkefnið fyrir 1,5 milljarð króna. „Mér finnst voðalega slæmt ef einhverjum finnst ég vera óheiðarlegur. Ég hef lagt mig fram að vera heiðarlegur og lagt mig fram við það í bæjarstjórn sem annars staðar.“Fjallað var ítarlega um heimsóknina á heimasíðu Samherja en um er að ræða fyrstu nýsmíði skipa Samherja í Þýskalandi. Samherji er næststærsta útgerðarfyrirtæki landsins á eftir HB Granda.Fund bæjarstjórnar frá 23. janúar þar sem siðareglurnar voru til umræðu má sjá hér að neðan.
Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira